Skilja ekki eldgosin

Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni. Þá halda jarðhæringarnar ...
Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni. Þá halda jarðhæringarnar í Bárðarbungu sömuleiðis áfram. mbl.is/RAX

Danskur banki nefnir gos í Bárðarbungu sem mögulegan viðburð sem hefði hrikalegar afleiðingar fyrir Evrópu á næsta ári. Sagt hefur verið frá spá bankans í erlendum miðlum. Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir erlenda blaðamenn oft ekki skilja að öll eldgos þurfi ekki að leiða til hamfara.

Gos í Bárðarbungu er sagt geta valdið stórskaða í landbúnaði, breytt veðurfari og stuðlað að allt að tvöföldunar á verði korns, að því er kemur fram í frétt á vef breska blaðsins The Telegraph um spá danska bankans Saxo. Haft er eftir sérfræðingi hjá bankanum að eldgosið sem staðið hefur yfir í yfir hundrað daga á Íslandi gæti nú byrjað á mun ofsafengnara tímabil.

Vísað er til gossins í Eyjafjallajökli árið 2010 sem olli miklum röskunum á flugi og til gossins í Laka árið 1783. Áhrif síðarnefnda eldgossins á veðurfar og uppskeru á meginlandi Evrópu hafa verið nefnt sem ein af orsökum frönsku byltingarinnar.

„Þetta er svona dæmigerð frétt í útlensku blaði þar sem menn eru að reyna að gera hamfarafréttir úr gosfréttum á Íslandi. Blaðamennirnir skilja ekki almennilega að það þurfi ekki öll eldgos að vera einhverjar gríðarlegar hamfarir. Þetta er tekið frá bankastarfsmönnum sem eru að reyna að meta áhættu. Blaðamaður sem fer yfir umsögn bankamanns um eldgos, það lofar ekki góðu,“ segir Páll sem er prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Alverstu hamfarirnar alltaf rifjaðar upp

Eldgos á Íslandi geta að sjálfsögðu haft alvarleg hnattræn áhrif og hafa gert það eins og Lakagígagosið sýnir, að sögn Páls. Engin ástæða sé hins vegar til að vera með slíkar hamfaraspár í hvert skipti sem gýs hér á landi.

„Hér gýs að meðaltali annað hvort ár. Við fengum gos sem var í sjálfu sér ekki stórt í Eyjafjallajökli árið 2010 sem hafði mikil áhrif. Svo kom annað miklu stærra gos ári seinna í Grímsvötnum. Það hafði lítil áhrif. Það fer eftir mjög mörgum atriðum hversu mikil áhrif gos á Íslandi hafa. Það er ekki bara stærð gosana og að það skuli gjósa. Þessi eldfjöll okkar gjósa mjög oft en oftast eru þetta litlir atburðir og hafa lítil áhrif út fyrir landsteinana,“ segir Páll.

Þá bendir hann á að menni rifji alltaf upp mestu hamfarir sem þekktar eru í þessu samhengi, Lakagígagosið í þessu tilfelli. Það sé hins vegar langversta gos sem vitað er um hér á landi.

„Þeir svíkjast ekkert um það þarna að vitna í það. Það er mikill munur á því gosi og því sem er næststærst. Þetta gos sem við upplifum núna er næststærsta hraungos síðan í Lakagígum. Það er núna ekki nema 1/10 af því gosi en er samt næststærsta hraungosið,“ segir Páll til að setja muninn í samhengi.

Bankinn hefur tilnefnt nokkra viðburði sem ólíklegt er að eigi sér stað en gætu haft geigvænleg áhrif á álfuna. Aðrir atburðir sem bankinn nefnir eru yfirvofandi súkkulaðiskortur í heiminum, greiðslufall rússneska ríkisins og stórsigur breska sjálfstæðisflokksins Ukip í bresku þingkosningunum á næsta ári.

Frétt The Telegraph af spá danska bankans um hamfaragos í Bárðarbungu

Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ.
Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ.
mbl.is

Innlent »

Þór kjörinn formaður Landsbjargar

20:26 Þór Þorsteinsson úr Borgarfirði var kjörinn formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær. Auk hans voru átta félagar víða af landinu kjörnir í stjórn. Meira »

Rannsókn lögreglu verði hætt

20:16 Eimskipafélagi Íslands hf. barst eftir lokun markaða á föstudag bréf frá lögmanni Gylfa Sigfússonar, fyrrverandi forstjóra félagsins. Tilefni bréfsins er krafa Gylfa um að rannsókn lögreglunnar á kæru Samkeppniseftirlitsins frá árinu 2014 verði hætt. Meira »

Margt sem við þyrftum að vakta betur

19:54 Helsta ógn lífiríkis hafsins við Íslandsstrendur stafar af hitabreytingum og súrnun sjávar. Sviðssjóri botnfiska hjá Hafrannsóknastofnun segir stæða sé þó til að leggja stóraukin kraft í það að kortleggja búsvæðin í hafinu. Það myndi gefa skýrari mynd af því hvert ástandið sé. Meira »

Of stórar og of dýrar íbúðir

19:53 Áætlað er að samtals um 7.700 nýjar íbúðir verði fullkláraðar á höfuðborgarsvæðinu í ár og á næstu tveimur árum. Eins er talað um mikla umframeftirspurn eftir litlum og ódýrum íbúðum. Stærstur hluti íbúða sem eru á leið á markað eru of stórar og of dýrar til þess að leysa þann vanda sem fyrir er. Meira »

Jafnréttismál að morran sé kvenkyns

19:06 „Það hefur alltaf verið mín kenning og áhersla að svokallaðar barnabækur megi ekki vera leiðinlegar fyrir fullorðna. Það er mjög hræðilegt þegar börn ánetjast bókum sem eru afskaplega leiðinlegar,“ segir Þórarinn Eldjárn sem þýddi ljóð um kríli og er það komið út á bók. Meira »

Stefna Sósíalistaflokksins samþykkt

18:55 Á þingi Sósíalistaflokksins í Bíó Paradís í dag var samþykkt stefna flokksins í mennta-, velferðar og vinnumarkaðsmálum.  Meira »

Kepptu á krúttlegasta hjólamóti ársins

18:17 Heljarinnar hjólamót fór fram við Perluna í Öskjuhlíð í morgun þegar hjólreiðafélagið Tindur og Krónan héldu eitt stærsta, og líklega krúttlegasta, barnahjólamót ársins. Meira »

Andri Hrannar vann 40 milljónir

17:06 Andri Hrannar Einarsson, þáttastjórnandi í þættinum Undralandið á FM Trölla, varð einn heppnasti Siglfirðingur sögunnar í síðasta mánuði þegar hann var með allar tölur réttar og vann fjörutíu milljónir í lottóinu. Meira »

Þúsundir krefjast brottrekstrar Íslands

16:46 Fleiri þúsundir manna eru í óðaönn við að skrifa undir áskorun þess efnis að Íslandi verði meinuð þátttaka í Eurovision að ári. Hópurinn stækkar og stækkar. Meira »

„Þetta hefur verið mikil rússíbanareið“

16:17 Togarinn Sóley Sigurjóns er kominn í höfn í Akureyri. Togarinn Múlaberg dró skipið um 90 sjómílur. Sóttist sá dráttur seinlega, enda troll Sóleyjar í eftirdragi lungann úr ferðinni. Meira »

Borgarbúar spöruðu klósettferðirnar

16:14 Vatnsnotkun Reykvíkinga minnkaði til muna þegar Eurovision-söngvakeppnin var sýnd í sjónvarpinu í gærkvöldi miðað við laugardagskvöldið vikuna á undan. Eins og við mátti búast virðast flestir Íslendingar hafa setið límdir yfir skjáunum þegar Hatari flutti atriði sitt. Meira »

Þekkingarleysi eða vísvitandi blekking

15:25 Fyrir liggur að embættismenn og ráðherrar hafa annað hvort ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar draga átti til baka umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið með bréfi íslenskra stjórnvalda til sambandsins árið 2015 eða þeir hafa vísvitandi blekkt íslensku þjóðina. Meira »

Miðflokksmenn einir á mælendaskrá

14:43 Umræður um þriðja orkupakkann halda áfram á þingfundi á morgun, mánudag. Sé mælendaskrá fyrir dagskrárliðinn skoðuð vekur athygli að þingmenn Miðflokksins eru þeir einu sem hyggjast taka til máls, en þeir héldu uppi málþófi um orkupakkann aðfaranótt fimmtudags. Meira »

Sýslumenn senda út neyðaráskorun

14:10 Viðvarandi hallarekstur er á sýslumannsembættum. Vegna þessa hafa embættin séð sig knúin til aðgerða á kostnað veittrar þjónustu, eins og beinna uppsagna og styttingu afgreiðslutíma. Meira »

Strætó um Sæbraut í stað Hverfisgötu

13:41 Framkvæmdir við Hverfisgötu hefjast á morgun, mánudag, og mun Strætó aka um Sæbraut á meðan framkvæmdir standa yfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó. Um er að ræða leiðir 1, 6, 11, 12, 13 og 14. Meira »

Ætlum ekki að spila Wham-lög!

13:17 Simon Le Bon, söngvari Duran Duran er fullur tilhlökkunar yfir fyrirhuguðum tónleikum sveitarinnar hér á landi í júní. Hann lofar stuði fram á nótt, hyggst ekki spila lög með Wham á tónleikunum og ætlar að halda áfram að skemmta þangað til hann dettur niður. Meira »

Til greina komi að kæra brot Ásmundar

12:47 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir það koma til greina að kæra möguleg brot Ásmundar Friðrikssonar á hegningarlögum til lögreglu. Hún er þó ekki viss um að það sé hennar að gera það, vegna þess að hún sé löggjafinn. Meira »

Áreitti konu á leið til vinnu

11:56 Kona óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna ókunnugs manns sem var að elta hana og áreita á leið hennar til vinnu í miðborginni á áttunda tímanum í morgun. Lögregla handtók manninn og vistaði í fangageymslu. Meira »

„Þokkalega róleg“ vegna uppátækisins

11:31 Enn hafa ráðamenn RÚV ekki fengið upplýsingar um hvaða afleiðingar uppátæki Hatara í sjónvarpsútsendingu Eurovision-söngvakeppninnar, þegar hópurinn veifaði palestínskum borðum, muni hafa. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í samtali við mbl.is. Meira »
Til sölu Toyota Rav
Toyota Rav 2008, sk.2020,sjálfsk.,á nýlegum heilsársdekkjum, nagladekk fylgja, d...
Ýmsar áhugaverðar bækur til sölu
il sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasög...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar,hvítir á stálfótum. Vel útlítsndi. Verð kr 2500 kr ...