Tæp 40% starfandi íslenskra lækna eru búsett erlendis. Af 1.831 lækni er 731 í útlöndum og um 1.100 hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands. Þá er miðað við lækna sem eru með lækningaleyfi og eru 70 ára og yngri.
Læknafélagið hafði ekki upplýsingar um hvort þessir læknar væru allir í fullu starfi. Eitthvað er um að læknar sem skráðir eru hér á landi vinni utanlands í fullu starfi eða hlutastarfi.
Læknafélagið hafði upplýsingar um 406 íslenska lækna í Svíþjóð sem uppfylla fyrrnefnd skilyrði. Í Noregi eru 132 læknar sem uppfylla sömu skilyrði, í Bandaríkjunum 94, í Danmörku 57, í Bretlandi 29, Hollandi 10, tveir í Þýskalandi og einn í Ástralíu og eru þá öll lönd upptalin sem Læknafélagið er með upplýsingar um í þessu samhengi.