Gunnar Bragi fylgir í fótspor Emmu Watson

Umræðan á rakarastofunni verður flutt inn í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna …
Umræðan á rakarastofunni verður flutt inn í höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna um miðjan janúar. AFP

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fylgir í fótspor bresku leikkonunnar Emmu Watson með ráðstefnu þar sem karlar ræða um jafnrétti.

Í viðtali við Telegraph segir Gunnar Bragi að Emma Watson hafi sett boltann af stað og hann fylgi í hennar fótspor. Þegar hún hafi ávarpað Sameinuðu þjóðirnar um hlutverk karla í jafnréttismálum hafi heimurinn hlýtt á. Þar vísar Gunnar Bragi til herferðar sem Watson setti af stað, HeForShe, sem snýst um að virkja karl­menn í mót­mæl­um gegn kynjam­is­rétti. 

Herferðin er eðlilegt framhald af herferð Angelinu Jolie og Williams Hagues þar sem barist er gegn nauðgunum á átakasvæðum.

Gunnar Bragi mun standa fyrir rakararáðstefnunni svonefndu í New York 14.-15. janúar þar sem karlar verða fengnir til þess að ræða hvað það þýðir að vera karl eða kona árið 2015.

Gunnar Bragi segir í viðtali við Telegraph að á ráðstefnunni verði fjallað um jafnrétti kynjanna og ofbeldi gagnvart konum. Þar verði rætt um það sem gerist á rakarastofum og búningsklefum. Það sem strákar tala um - stjórnmál, stelpur, segir hann. Með ráðstefnum sem þessari sé hægt að breyta hugarfari og staðalmyndum sem eru kannski í höfði karla gagnvart konum. 

Viljum færa rakarastofuna í stærra herbergi

Greinin í Telegraph

Emma Watson
Emma Watson AFP
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert