Varpa ljósi á myndun kvikugangs við Bárðarbungu

Í greininni í Nature er útskýrt í máli og myndum ...
Í greininni í Nature er útskýrt í máli og myndum hvernig kvikugangurinn myndaðist að mestu yfir tveggja vikna tímabil í aðdraganda gossins. mbl.is/RAX

Grein eftir hóp íslenskra og erlendra vísindamanna, sem skýrir á ítarlegan hátt myndun kvikugangs frá Bárðarbungu og út í Holuhraun í aðdraganda gossins þar, birtist í dag í vefútgáfu vísindatímaritsins Nature.

Eldsumbrotin í Holuhrauni hafa nú staðið yfir á fjórða mánuð og fátt bendir til þess að lát verði á þeim á næstunni. Eldgosið hefur vakið athygli um allan heim og hafa bæði innlendir og erlendir vísindamenn fylgst afar náið með framvindunni allt frá því að jarðhræringar hófust í Bárðarbungu. Með samtúlkun á mælingum á jarðskorpuhreyfingum, bæði GPS-landmælingum og svokölluðum bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum, og jarðskjálftamælingum hafa vísindamenn nú unnið líkan af myndun kvikugangsins mikla sem myndaðist í síðari hluta ágúst og liggur neðanjarðar frá Bárðarbungu og út í eldstöðina í Holuhrauni þar sem kvika kemur upp úr ganginum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands.

Myndaðist að mestu við tveggja vikna tímabil

Í greininni í Nature er útskýrt í máli og myndum hvernig kvikugangurinn myndaðist að mestu yfir tveggja vikna tímabil í aðdraganda gossins. Gangurinn er yfir 45 kílómetra langur. Mesta opnun gangsins er frá því skammt neðan yfirborðs jarðar og niður á 6 kílómetra dýpi, að meðaltali um 1,5 metrar. Rúmmál gangsins óx jafnt og þétt þar til megineldgosið hófst og var þá um 0,5 rúmkílómetrar. Líkanið sem vísindamannahópurinn hefur útbúið skýrir jafnframt stefnu gangsins sem er mjög breytileg og óvenjuleg, en hún markast af samspili áhrifa landslags á svæðinu og spennu í jarðskorpu vegna flekahreyfinga.

Rannsóknirnar sýna einnig hvernig kvikan frá Bárðarbungueldstöðinni mætti aftur og aftur fyrirstöðu á leið sinni neðanjarðar að Holuhrauni, lárétt framrás gangsins stöðvaðist tímabundið, og þrýstingur óx við enda gangsins. Um leið og nægur kvikuþrýstingur varð fyrir hendi brast fyrirstaðan og nýr hluti gangsins myndaðist. Næst Bárðarbungu réð landslag miklu um stefnu gangsins, fjær voru það spennur í jarðskorpunni vegna flekahreyfinga.

Einn stærsti hópur sem tengst hefur vísindagrein um íslensk jarðvísindi

Alls koma 37 vísindamenn Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og átta erlendra háskóla og vísindastofnana víðs vegar í heiminum að rannsókninni, sem sagt er frá í Nature, en það er einn stærsti hópur sem tengst hefur vísindagrein um íslensk jarðvísindi í alþjóðlegu tímariti. Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni FUTUREVOLC sem stutt er af Evrópusambandinu.

Freysteinn Sigmundsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, sem hafði forystu um ritun greinarinnar, segir rannsóknirnar auka skilning á því hvernig kvikugangar geti náð mikilli lengd í jarðskorpunni með láréttu flæði kviku sem byggir upp þrýsting við enda slíkra ganga og losar þannig um fyrirstöður sem verða á ferðalagi kvikunnar.

Aðstandendur rannsóknarinnar vonast til þess að hægt verði að gera sambærilegar rannsóknir í framtíðinni í rauntíma þannig að auka megi enn frekar skilning og möguleika á að segja til um myndun og þróun kvikuganga víðs vegar á jörðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fágætir fuglar á landinu

19:27 Farfuglar voru allir komnir til landsins í gær nema þórshani, sem hafði ekki sést, en hann hefur oftast látið sjá sig um þetta leyti. Meira »

Fjórir í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

19:02 Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fíkniefnainnflutning, en málið kom upp á Keflavíkurflugvelli 12. maí síðastliðinn. Samkvæmt því sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld varðar málið innflutning á yfir tíu kílóum af kókaíni, en það vildi lögregla ekki staðfesta. Meira »

Vantar ákvæði um auðkennaþjófnað

18:22 Engin ákvæði eru í hegningarlögum um auðkennaþjófnað sem gerir ákæruvaldinu erfitt fyrir að sækja slík mál að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. Ekki var talið líklegt að sakfelling næðist í máli þar sem maður þóttist vera annar maður til þess að nauðga. Meira »

Ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

18:05 Héraðssaksóknari hefur ákært Magnús Stefán Jónasson, fyrrverandi skrifstofustjóra Afls sparisjóðs, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Er hann bæði ákærður fyrir að hafa dregið sér fé og millifært fé inn á reikning verktakafyrirtækis í hans eigu. Ákæran er í níu liðum en sum málin eru um áratugar gömul. Meira »

Þröngur veðurgluggi veldur röð á tindinn

17:50 Þröngur veðurgluggi veldur því á nokkurra ára fresti að löng röð myndast af fjallgöngugörpum á leið á tind Everest, líkt og sjá mátti á mynd sem tekin var af fjallinu í gær. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir fjallagarpur og Everestfari, en þrír Íslend­ing­ar toppuðu hæsta fjall heims í morgun. Meira »

Skipaumferð eykst við Húsavík

17:30 Með tilkomu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur umferð flutningaskipa aukist mjög um Húsavíkurhöfn og oft má orðið sjá skip bíða fyrir utan höfnina eftir að röðin komi að því við Bökugarðinn. Ráðast þurfti í talsverðar framkvæmdir á höfninni vegna þessa. Meira »

Gert við mastrið á Patreksfirði

17:24 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Það þykir afrek að sigla svo litlu fleyi, 6,5 metra löngu, einn síns liðs milli landa og kringum landið. Meira »

Fleiri Þristar til sýnis

16:48 Þær hafa líklega ekki farið framhjá mörgum, svokallaðar þrista­vél­ar, DC-3- og C-47-flug­vél­ar, frá Banda­ríkj­un­um, sem hafa lent á Reykjavíkurflugvelli síðustu daga. Fimm Þristar til viðbótar á leið frá Ameríku til Bretlands lenda í Reykjavík síðdegis og í kvöld. Meira »

Vilja taka við Hatarabúningum

16:22 Stjórn BDSM á Íslandi hvetur landsmenn sem festu kaup á fatnaði, keðjum, ólum og slíku vegna Eurrovision og hljómsveitarinnar Hatara sem keppti fyrir hönd Íslendinga að koma slíkum búnaði til félagsins ef hann er líklegur til að safna ryki. Meira »

Borgirnar verði endurhannaðar

16:18 Borgarstjórar höfuðborga á Norðurlöndum boðuðu róttækar aðgerðir í loftslagsmálum í Ósló í gær. Þar fer fram alþjóðleg ráðstefna um sjálfbærni borga en Ósló er umhverfishöfuðborg Evrópu í ár. Meira »

Mikil aukning stafrænna þvingana

16:16 Mál ungs manns sem þvingaði konu m.a. til samræðis við aðra menn í krafti stafrænna þvingana er vissulega óvenjulegt að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, þó sé stöðug aukning í málaflokknum og þörf á að bregðast við því. Ákæruvaldið lítur á slík brot sem nauðgun. Meira »

Umsóknin svar við réttaróvissunni

15:20 „Ástæðan er auðvitað niðurstaða Mannréttindadómstólsins, þó að ég sé ekki sammála henni. Þetta skapar réttaróvissu um mitt umboð til að gegna dómstörfum. Mér fannst rétt að freista þess að endurnýja það umboð.“ Meira »

Enginn bilbugur á Ólafi og félögum

15:05 „Þetta er vösk sveit eins og menn sjá langar leiðir,“ segir Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, sem segir enga þreytu í hópnum vegna umræðunnar um þriðja orkupakkann sem hefur farið fram þrjár síðustu nætur. Meira »

Vilja innlegg íbúa við gerð nýs leiðanets

14:44 Vinna er hafin við nýtt leiðanet Strætó sem er skipulagt með það að markmiði að tengja vagna Strætó við fyrsta áfanga Borgarlínu. Þá kalla skipulagsbreytingar á Hlemmi og umferðarmiðstöð BSÍ einnig á breytingu á núverandi leiðakerfi. Meira »

Samið um lengri hálendisvakt í sumar

14:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur annað árið í röð ákveðið að auka framlag ráðuneytisins til Hálendisvaktar björgunarsveitanna til þess að unnt verði að hefja viðveru á hálendinu hálfum mánuði fyrr en ella. Viðbótarframlagið nemur 900 þúsund krónum. Meira »

„Það er alltaf sama ákallið“

14:15 „Það er alltaf sama ákallið. Það þyrfti að koma aftur á láglendisgæslu björgunarsveitanna á þessum fjölförnu stöðum á Suðurlandi, fá lögreglubíl staðsettan í Öræfin og hafa staðbundinn hjúkrunarfræðing innan Vatnajökulsþjóðgarðs,“ segir framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar á Höfn. Meira »

Klaustursmálið í höndum siðanefndar

13:45 Forsætisnefnd Alþingis á eftir að funda vegna úrskurðar Persónuverndar sem var kveðinn upp í Klaustursmálinu. Nefndin vísaði málinu til siðanefndar til efnislegrar umfjöllunar og er það í höndum hennar eins og staðan er núna. Meira »

„Gefum börnum tækifæri á að tala“

13:45 „Rannsóknir hafa sýnt að yngra fólk er líklegra til þess að þróa með sér áfallastreitueinkenni í kjölfar kynferðisofbeldis en þeir sem eldri eru,“ segir Anna Þóra Kristinsdóttir, sálfræðingur hjá Stígamótum, sem kom að gerð skýrslu UNICEF um ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meira »

Veita viðurkenningu fyrir plastlausar lausnir

13:34 Umhverfisstofnun auglýsir nú eftir tilnefningum til nýrrar viðurkenningar sem hlotið hefur heitið Bláskelin. Viðurkenningin verður veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Meira »