Farið yfir dóminn hjá sérstökum

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Þórður

„Við munum fara yfir forsendur dómsins og skoða með hvaða rökstuðningi dómurinn kemst að þessari niðurstöðu,“ segir Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, um sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í Milestone-málinu svonefnda.

Ákvörðun um áfrýjun dómsins er í hendi ríkissaksóknara og eftir því sem Ólafur best veit þá liggur ákvörðun um áfrýjun ekki fyrir.

Eins og fram hefur komið á mbl.is í dag þá sýknaði héraðsdómur Guðmund­ Ólason, fv. for­stjóra Milest­one, Karl, fv. stjórn­ar­formann, og Stein­grím­, fv. stjórn­ar­mann, af ákæru um umboðssvik vegna greiðslna Milestone til Ing­unn­ar Werners­dótt­ur fyr­ir hluti henn­ar í Milest­one, Milest­one Import Export og Leiftra en þær námu á sjötta millj­arð króna á ár­un­um 2006 og 2007.

Jafn­framt voru end­ur­skoðend­urn­ir Hrafn­hild­ur Fann­geirs­dótt­ir, Mar­grét Guðjóns­dótt­ir og Sig­urþór Char­les Guðmunds­son, öll frá end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­inu KPMG, sýknuð af ákæru um brot gegn lög­um um end­ur­skoðend­ur. Þau Mar­grét og Sig­urþór voru enn­frem­ur sýknuð af ákæru um meiriháttar brot á lög­um um árs­reikn­inga vegna viðskipt­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert