Allir sýknaðir í Aserta-málinu

Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði.
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði. mbl.is/Ómar

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag fjóra einstaklinga í Aserta-málinu svokallaða, en mönnunum var gefið að sök að hafa brotið gegn fjármagnshöftunum með ólögmætum gjaldeyrisviðskiptum. Dómurinn féll nú á þriðja tímanum í dag.

Þá greiðist allur sakarkostnaður úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjenda, en þau nema samtals um 24 milljónum króna.

Málið höfðaði sérstakur saksóknari gegn þeim Karli Löve Jóhannessyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelsson Maute og Ólafi Sigmundssyni.

Fjórmenningarnir áttu, í nafni sænska félagsins Aserta AB, gjaldeyrisviðskipti með því að kaupa íslenskar krónur af erlendum fjármálafyrirtækjum fyrir erlendan gjaldeyri sem mótaðilar þeirra höfðu lagt inn á gjaldeyrisreikning á nafni félagsins í banka í Svíþjóð. Hin eiginlegu gjaldeyrisviðskipti fólust í þessu að sögn héraðsdóms. 

Viðskiptin fóru ekki fram hér á landi

„Þau viðskipti fóru ekki fram hér á landi. Sá þáttur í viðskiptum við mótaðilana að flytja krónurnar til Íslands telst til fjármagnshreyfinga í skilningi laga um gjaldeyrismál sem engar teljandi skorður voru reistar við fram til þess að gjaldeyrishöftum var komið á og voru ekki refsiverðar á þeim tíma sem hér skiptir máli,“ segir héraðsdómur.

Það er niðurstaða dómsins, að ekki sé fullnægt því skilyrði refsiábyrgðar samkvæmt 1. mgr. 8. gr. laga um gjaldeyrismál að gjaldeyrisviðskiptin hafi verið stunduð hér á landi. Ekki þurfi þá ekki að taka afstöðu til þess hvort þjónusta við mótaðila samkvæmt samningum við þá teljist milliganga um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt ákvæðinu.   

Í höndum ríkissaksóknara að taka ávörðrun um áfrýjun

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögmaður Markúsar, segist fagna niðurstöðunni í samtali við mbl.is. Dómstóllinn hafi fallist á allar helstu málsástæður sakborninga. „Þetta voru einfaldlega gjaldeyrisviðskipti sem áttu sér ekki stað hér á landi,“ segir Heiðrún og bætir við að niðurstaðan sé í samræmi við væntingar.

Ekki liggur fyrir hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar, en saksóknari segir að það sé í höndum ríkissaksóknara að ákveða það en hann hefur fjögurra vikna frest til að taka endanlega ákvörðun í málinu.

Aðspurð segir Heiðrún að málið hafi verið í skötulíki frá upphafi og ákæran meingölluð. Því verði saksóknari að taka mjög meðvitaða ákvörðun ætli hann sér með málið lengra.

Hún bendir á að ákæran gegn mönnunum hefði fjallað um ólögmæt gjaldeyrisviðskipti en sá hluti féll síðar út úr málinu. Við það hefði orðið mikil breyting og málið aðeins snúist skort á starfsleyfi.

Málið tók umtalsverðum breytingum

Fram kemur í dómi héraðsdóms, að í upphafi hafi saksókn á hendur ákærðu tekið til þess að samhliða því að hafa haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi án lögmætrar heimildar eða leyfis frá Seðlabanka Íslands, sem hún sé nú einskorðuð við, hefðu þeir „staðið að ólögmætum gjaldeyrisviðskiptum vegna fjármagnshreyfinga á milli landa með úttektum af reikningum í íslenskum krónum hér á landi“, hvort tveggja með þeim hætti sem síðan var nánar lýst í ákæru.

Þá segir, að með því að fallið hafi verið var frá sakargiftum um ólögmæt gjaldeyrisviðskipti hafi saksóknin tekið umtalsverðum breytingum. Til samræmis við þetta hafi ákæru verið breytt með þeim hætti að felldur hafi verið brott úr henni texti í upphaflegri verknaðarlýsingu og röksemdum sem ekki sé lengur talinn eiga við. Þetta breytir því á hinn bóginn ekki að ákæran í núverandi horfi dragi í umtalsverðum mæli dám af þessu sakarefni sem aftur leiðir til þess að mörgu sé þar ofaukið.

„Er ákæran af þessum sökum haldin annmarka, en í ljósi þess einfalda og afmarkaða sakarefnis sem eftir stendur leiðir hann ekki til þess að dómur verði ekki lagður á málið,“ segir héraðsdómur.

Ekki útskýrt í lögum hvað felist í að hafa milligöngu um gjaldeyrisviðskipti

Fjórmenningunum var að endingu gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um gjaldeyrismál, þ.a. 1. mgr. 8. gr. laganna. Þar segir: „Seðlabankinn hefur heimild til að hafa milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og versla með erlendan gjaldeyri. Öðrum aðilum er óheimilt að hafa milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi nema hafa til þess heimild í lögum eða samkvæmt ákvæðum í alþjóðlegum samningnum sem Ísland er aðili að eða fengið til þess leyfi frá Seðlabankanum.“

Í dómi héraðsdóms segir, að ákvæðið hafi staðið óbreytt allt frá gildistöku laganna.

„Óumdeilt er að ákærðu öfluðu sér ekki leyfis frá Seðlabankanum til að hafa með höndum milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og höfðu ekki með öðrum hætti heimild til að stunda slíka starfsemi hér á landi. Í 1. gr. laganna kemur fram að gjaldeyrisviðskipti merki það að skipta innlendum gjaldeyri fyrir erlendan, erlendum gjaldeyri fyrir innlendan eða einum erlendum gjaldeyri fyrir annan eða reikningsviðskipti sem eru ígildi þess að erlendur gjaldeyrir sé látinn af hendi eða móttekinn. Ekki er sérstaklega útskýrt í lögunum  hvað felst í því að hafa „milligöngu“ um gjaldeyrisviðskipti,“ segir héraðsdómur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skákmenn þjálfa hugann vikulega í TR

22:25 Atskákmót hafa verið fátíð hér á landi undanfarin ár og því fór Taflfélag Reykjavíkur að efna til vikulegra atskákmóta í húsakynnum félagsins. Mótin byrjuðu í mars sl. og hafa fengið mjög góðar viðtökur. Meira »

Meiriháttar vegaframkvæmdir á Akureyri

21:45 Miklar framkvæmdir standa yfir á þungum umferðaræðum á Akureyri, bæði við Glerárgötu og Þórunnarstræti. Framkvæmdirnar hófust um mánaðamótin. Meira »

Nálgunarbann vegna dreifingar nektarmynda

21:40 Landsréttur staðfesti í dag nálgunarbann yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt fyrrverandi sambýliskonu sína líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi. Þegar konan vísaði manninum af heimilinu sparkaði hann í hana, hellti yfir hana mjólk og sendi nektarmyndir af henni á yfir 200 netföng. Meira »

Konur með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku

21:01 Þrátt fyrir að konur hafi reynst vera með alvarlegri þrengsl í ósæðarloku hjartans en karlar er árangur af lokuskiptaaðgerðum mjög svipaður hjá báðum kynjum og langtímalífslíkur að lokinni aðgerð sömuleiðis. Þetta eru niðurstöður rannsóknar vísindamanna og nemenda við HÍ. Meira »

90% með hjálm á hjóli

20:33 90% hjólreiðafólks hjólar með hjálm á höfði. Þriðjungur klæðist sýnileikafatnaði sérstökum, eins og endurskinsflíkum.  Meira »

Hugmynd að RÚV fari af auglýsingamarkaði

20:17 Lilja Dögg mennta- og menningarmálaráðherra mælir senn fyrir nýju fjölmiðlafrumvarpi. Hún segir að til greina komi að taka RÚV af auglýsingamarkaði og bæta tekjutapið með öðrum hætti. Meira »

Fögnuðu 25 ára afmæli EES-samningsins

19:39 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra undirstrikaði sameiginlegan skilning á upptöku þriðja orkupakkans á fundi EES-ráðsins í Brussel í dag og skoraði á ESB að fella niður tolla á íslenskar sjávarafurðir. Meira »

Menn vilja fara með löndum

19:12 Forsætisnefnd Alþingis mun gefa sér góðan tíma til að kanna hvaða afstaða verði tekin til álits siðanefndar um að Þórhildur Sunna hafi brotið gegn siðareglum þingsins. Greinargerð Þórhildar var lögð fyrir á fundi forsætisnefndar í morgun. Meira »

Losunin frá flugi allt að þrefalt meiri

18:59 Heildarlosun hjá íslenskum flugrekendum er líklega tvisvar til þrisvar sinnum hærri en þau rúm 820 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem gerð hafa verið upp fyrir flug innan EES ríkja á síðasta ári. Þetta segir Margrét Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Plast á víð og dreif um urðunarstöð

18:40 Í myndskeiði af urðunarstöð í Fíflholti á Mýrum má sjá plast á víð og dreif. Framkvæmdastjóri urðunarstöðvarinnar segir að það sé vanalegt en að það sé engu að síður vandamál. Meira »

14.500 tonna aukning verði í áföngum

18:29 Skipulagsstofnun telur að efni séu til að kveða á um að framleiðsluaukning laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði verði gerð í áföngum. Framleiðslan verði þannig aukin í skrefum og að reynsla af starfseminni og niðurstöður vöktunar stýri ákvörðunum um að auka framleiðslu frekar. Meira »

Spyr hvort þvinga eigi orkupakkann í gegn

18:21 Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar furðuðu sig á því að umræða um útlendinga og lagafrumvarp dómsmálaráðherra um alþjóðlega vernd og brottvísunartilskipun hafi verið tekið af dagskrá þingfundar, einungis rúmum klukkutíma eftir að greidd voru atkvæði um dagskrá þingfundar. Meira »

„Allir bestu vinir á Múlalundi“

17:52 „Það eru allir bestu vinir á Múlalundi, þetta er svo góður félagsskapur,“ segir Þórir Gunnarsson, starfsmaður á Múlalundi en vinnustofan fagnar nú 60 ára afmæli. Vinnustaðurinn leikur stórt hlutverk í lífi margra og fjölmargir gestir mættu í afmælisveislu sem haldin var í dag. Meira »

Endurupptökubeiðnin hefur verið send

17:04 Íslenska ríkið hefur sent yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu beiðni um að Landsréttarmálið svokallaða verði endurskoðað. Ekki verður gripið til frekari aðgerða í málinu fyrr en niðurstaða liggur fyrir um hvort yfirdeild MDE taki málið upp að nýju. Meira »

Sagði stoðir alþjóðlegs samstarfs titra

16:47 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir spurði Katrínu Jakobsdóttur að því, í óundirbúnum fyrirspurnatíma, hvernig Katrín ætlaði að beita sér sem forystumaður ríkisstjórnarinnar fyrir því að „úrtöluraddir um þátttöku Íslands í dýrmætu alþjóðasamstarfi“ næðu ekki yfirhöndinni með „vafasömum áróðri“. Meira »

Fleiri fengu fyrir hjartað eftir hrun

16:24 Efnahagshrunið hafði áhrif á hjartaheilsu Íslendinga. Bæði hjá körlum og konum en meiri hjá körlum. Áhrifin voru bæði til skemmri tíma og til lengri tíma eða allt að tveimur árum eftir hrun. Meira »

Halldór Blöndal endurkjörinn formaður SES

16:11 Halldór Blöndal, fyrrverandi forseti Alþingis, var endurkjörinn formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna á aðalfundur SES sem fram fór 8. maí síðastliðinn. Halldór hefur setið sem formaður SES síðan árið 2009. Meira »

Ein málsástæðna Sigurjóns nóg

15:55 Einungis er tekin afstaða til einnar af mörgum málsástæðum sem endurupptökubeiðandinn Sigurjón Þorvaldur Árnason teflir fram í beiðnum hans um endurupptöku vegna hæstaréttarmála sem hann var dæmdur í í október 2015 og febrúar 2016. Meira »

Breytt fjölmiðlafrumvarp lagt fram

15:35 Fjölmiðlafrumvarp Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur verið lagt fram á Alþingi. Ráðherra mun mæla fyrir frumvarpinu á yfirstandandi þingi. Frumvarpið er að nokkru frábrugðið frumdrögum þess á fyrri stigum málsins. Meira »
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...
fjórir íslenskir stálstólar nýtt áklæði sími 869-2798
fjórir stál-eldhússtólar nýtt áklæði á 10,000 kr STYKKIÐsími 869-2798 stólar ...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...