Engar undanþágur lengur með pinnið

Eftir 19. janúar þurfa allir kortanotendur að muna pinnnúmerið sitt.
Eftir 19. janúar þurfa allir kortanotendur að muna pinnnúmerið sitt. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Undanþága frá því að stimpla inn pinnnúmer við notkun greiðslukorta verður afnumin þann 19. janúar næstkomandi. Eftir það þurfa korthafar alltaf að staðfesta greiðslur með pinnnúmeri sínu. Notendur örgjörvalausra korta munu þó áfram skrifa undir greiðslukvittun eins og verið hefur.

Í tilkynningu kemur fram að til að forðast óþægindi sé mikilvægt að kortanotendur leggi númerið á minnið. Hægt er að nálgast pinnnúmer í netbönkum, öppum eða í því bankaútibúi sem kortið er gefið út í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert