Landsbankinn selur hlut sinn í Valitor

Höfuðstöðvar Valitorst í Dalshrauni í Hafnarfirði.
Höfuðstöðvar Valitorst í Dalshrauni í Hafnarfirði.

Landsbankinn hefur selt 38% hlut sinn í greiðslukortafyrirtækinu Valitor til Arion banka fyrir 3,6 milljarða króna.

Samhliða hefur bankinn samið beint við Visa í Evrópu um beinan aðgang að vöruframboði og þjónustu. Þetta er liður í umfangsmiklum breytingum á fyrirkomulagi kortamála hjá Landsbankanum, sem gerðar eru í tengslum við sátt bankans við Samkeppniseftirlitið.

„Við erum að vinna að því að umbreyta kortamarkaðnum hér á landi,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri. „Við ætlum að auka sjálfstæði okkar á þessum markaði í stað þess að vera áhrifalaus minnihlutaeigandi í kortafélögum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »