Leita Þorleifs í höfninni

Þorleifur Kristínarson er tvítugur að aldri.
Þorleifur Kristínarson er tvítugur að aldri. Skjáskot af nordjyske.dk

Lögreglan í Norður-Jótlandi heldur í dag áfram leit sinni að Þorleifi Kristínarsyni í höfninni í Fredrikshavn. Talið er að hann hafi fallið í sjóinn við höfnina og er notast við bát með ratsjá við leitina. 

Í gær voru tveir bátar að leitarstörfum en í dag er aðeins annar þeirra á vatninu. Fresta þurfti leitinni í gær vegna skyggnis en henni var haldið áfram í dag. Miklir straumar eru í vatninu og leitin því erfið. 

Lögreglufulltrúinn Lars Jensen hjá lögreglunni í Norður-Jótlandi segir leitina hingað til ekki hafa borið neinn árangur. 

Þor­leif­ur, sem er tví­tug­ur og bú­sett­ur í bæn­um Nykøbing Mors, var í heim­sókn hjá vin­um sín­um í Frederiks­havn á Norður-Jótlandi um helg­ina og sást síðast til hans á krá þar í bæ á laug­ar­dag­inn klukk­an 6:20.

Sjá frétt mbl.is: Íslendingurinn talinn látinn

Sjá frétt mbl.is: Leit að Þorleifi frestað

Sjá frétt mbl.is: Leitað að Íslendingin í Danmörku

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert