Hornafjörður fór austur - og til baka

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að Sveitarfélagið Hornafjörður skuli tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi.

Eitt síðasta opinbera verk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra var að ákveða að Hornafjörður skyldi tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi í stað Suðurlands. Ákvörðunin var umdeild og margir gagnrýndu hana harðlega.

Fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins, að Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafi skrifað undir reglugerð um umdæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í 9. Þá hefur ráðherra skrifað undir reglugerð um umdæmamörk lögregluembætta og verða umdæmin framvegis 9 en þau voru áður 15. Breytingarnar eru meðal þeirra umfangsmestu á umræddum embættum á síðari árum. Hefur undirbúningur staðið lengi yfir og stjórnvöld átt víðtækt samráð við fjölmarga aðila.

„Í tengslum við breytingarnar á umdæmaskiptingu lögregluembættanna á Suðurlandi og Austurlandi ákvað innanríkisráðherra að láta gera úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi. Á grundvelli þeirrar úttektar hefur innanríkisráðherra ákveðið að Sveitarfélagið Hornafjörður skuli tilheyra umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi,“ segir í tilkynningunni.

Fram kemur, að ný lög um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði hafi verið samþykkt á Alþingi í maí á þessu ári svo og breyting á lögreglulögum. Ný umdæmamörk embættanna séu ákveðin með reglugerðum eins og áskilið er í lögunum og þar sé einnig kveðið á um hvar aðalstöð lögreglustjóra og aðalskrifstofa sýslumanns sé í hverju umdæmi. Nýir lögreglustjórar og sýslumenn hafa verið skipaðir í embættin. Núverandi starfsstöðvar verða allar opnar áfram.

Umdæmi sýslumanna

Sýslumenn í umdæmunum 9 eru þessir:

 • Þórólfur Halldórsson í umdæmi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
 • Ólafur K. Ólafsson í umdæmi sýslumannsins á Vesturlandi.
 • Jónas Guðmundsson í umdæmi sýslumannsins á Vestfjörðum.
 • Bjarni G. Stefánsson í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi vestra.
 • Svavar Pálsson í umdæmi sýslumannsins á Norðurlandi eystra.
 • Lárus Bjarnason í umdæmi sýslumannsins á Austurlandi.
 • Anna Birna Þráinsdóttir í umdæmi sýslumannsins á Suðurlandi.
 • Ásdís Ármannsdóttir í umdæmi sýslumannsins á Suðurnesjum.
 • Lára Huld Guðjónsdóttir í umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum.

Hin nýju embætti munu taka til starfa mánudaginn 5. janúar 2015 en 2. janúar verða embættin lokuð vegna umfangsmikilla tölvukerfiskerfisbreytinga hjá ríkinu vegna umdæmabreytinganna.

 • Reglugerð um umdæmi sýslumanna. Í reglugerðinni eru umdæmamörk skilgreind og tilgreint hvar eru aðalskrifstofur embættanna, hvar sýsluskrifstofur og hvar útibú.

Umdæmi lögreglustjóra

Landið skiptist í 9 lögregluumdæmi. Með lögreglustjórn fara lögreglustjórar sem hér segir:

 • Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
 • Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Vesturlandi.
 • Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri á Vestfjörðum.
 • Páll Björnsson lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.
 • Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
 • Inger L. Jónsdóttir lögreglustjóri á Austurlandi.
 • Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi.
 • Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Suðurnesjum.
 • Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
mbl.is

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

Í gær, 20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

Í gær, 20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

Í gær, 19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

Í gær, 19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

Í gær, 19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

Í gær, 18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

Í gær, 18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

Í gær, 18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

Í gær, 18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Í gær, 18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
LOFTASTIGAR _ LÚGUSTIGAR _ LÍKA EFTIR MÁLI
Vel einangraðir lofta/lúgu stigar, 68x85 og 55x113, smíðum líka eftir máli. Álst...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...