Syngjandi jólakveðja frá löggunni á Króknum

„Við urðum að svara lögreglunni á Blönduósi,“ segir Steinar Gunnarsson, „jólavarðstjóri“ hjá lögreglunni á Sauðárkróki. Lögreglumenn embættisins gerðu sér lítið fyrir og sungu Ave Maria í bílnum sem jólakveðju til landsmanna.

Steinar segir að ekki hafi annað komið til greina en að svara nágrönnum samstarfsmönnum þeirra á Blönduósi með þessum hætti. Í ljósi þess að góður hópur lögreglumannanna hefur lært söng, þá var upplagt að gera þetta svona.

Söngsveit lögreglunnar á Sauðárkróki skipa Erna Rut Kristjánsdóttir, Steinar Gunnarsson og sýslumannsfulltrúinn Birkir Már.

mbl.is