Ferðin á suðurpólinn hálfnuð

Einar Torfi Finnsson er ásamt þremur öðrum á suðurpólnum
Einar Torfi Finnsson er ásamt þremur öðrum á suðurpólnum

Ein­ar Torfi Finns­son fjalla­leiðsögumaður er í gönguskíðaferð á suðurpólnum ásamt þremur öðrum. Þeir halda jólin á Thiels Corner en þangað komu þeir seint í gærkvöldi. Ferðalagið er nú hálfnað en þeir hafa verið á göngu í mánuð og lagt að baki 578 kílómetra.

Ein­ar Torfi lagði að stað frá Íslandi þann15. nóvember en með honum eru í för eru Breti, Ástr­ali og Kan­adamaður. Einar Torfi vinnur hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum sem skipuleggja ferðina í samstarfi við Advent­ure Consult­ants.

Þegar mbl.is ræddi við Einar síðdegis í dag voru þeir staddir á 85 breiddargráðu í hægri sunnanátt og sól. Það er 15 stiga frost hjá þeim og segir Einar að veðrið verði vart betra á þessum slóðum. Þeir ætla að gera sér dagamun í mat í kvöld og verður þríréttað og nammi á eftir matnum. Þrátt fyrir að á Thiels Corner sé flugbraut, eldneytisstöð og klósett er enginn þar nema þeir fjórir. Fjórmenningarnir komu hingað um tíuleytið að íslenskum tíma í gærkvöldi og hafa tekið því rólega í dag. Eins á Einar von á því að þeir hvíli á morgun enda ekki tekið pásu nema einn dag frá því ferðin hófst.

Ferðalagið hefur gengið ágætlega frá því fjórmenningarnir lögðu af stað á skíðum á hádegi 24. nóvember. Fyrstu dagarnir voru erfiðastir, bæði voru menn að aðlagast því að ganga lengi á skíðum með mikinn farangur, auk þess sem veðrið var ömurlegt. 

Einar segir að það hafi reynt töluvert á að ganga á milli 83 og 84 gráðu vegna hárra rifskafla.  Eins hafi snjóblinda gert þeim erfitt fyrir.

Lands­lagið á suður­póln­um er frem­ur til­breyt­ing­ar­laust eða nán­ast enda­laus ís­breiða. En leiðin yfir Thiel-fjöll þykir ágæt­is til­breyt­ing á ferðalag­inu.

Ein­ar seg­ir að þegar nær dreg­ur sjálf­um póln­um verði nán­ast eng­inn mun­ur á sól­ar­hæðinni og nán­ast hægt að velja sér hvað klukk­an er.

„Maður ræður hvenær á dag­ur­inn á að byrja en á póln­um mæt­ast öll tíma­belti og því minnsta mál í heimi að hoppa yfir dag­lín­una. Þetta er eini staður­inn í heim­in­um þar sem þú get­ur skipt um dag með því að taka eitt skref, og farið svo aft­ur yfir á fyrri dag­inn,“ seg­ir Ein­ar.

Áætlað er að ferðalagið á ísn­um taki á milli 50-60 daga en heild­ar­vega­lengd­in er um 1100 km og hækk­un­in er um 2.800 metr­ar en ferðinni lýk­ur í banda­rískri rann­sókn­ar­stöð, Amundsen-Scott-stöðinni á suður­póln­um.

Heldur jólin á suðurpólnum

Blogg Einars um ferðalagið

Úr leiðangri Einars Torfa á suðurpólinn
Úr leiðangri Einars Torfa á suðurpólinn Einar Torfi
Einar Torfi
Einar Torfi
Einar Torfi Finnsson fjallaleiðsögumaður er með þriggja manna hóp á …
Einar Torfi Finnsson fjallaleiðsögumaður er með þriggja manna hóp á suðurpólnum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert