Hrauntota til austurs

Hraunið flæðir eftir rásum í hrauninu.
Hraunið flæðir eftir rásum í hrauninu. mbl.is/RAX

Enn er öflugt hraungos í Holuhrauni þótt fjórir mánuðir séu liðnir frá því gosið hófst.

Breytingar á siginu í öskju Bárðarbungu benda til þess að kvikuflæði undan eldstöðinni sé enn meira en helmingur af því sem var fyrsta mánuð gossins.

Nú flæðir hraunið eftir rásum í hrauninu sem gerir það að verkum að það kemst lengra frá gígnum en nokkru sinni áður. „Það er ennþá verulegur gangur í þessu gosi,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði og formaður stjórnar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »