Hvalfjarðargöng tvöfalt öruggari

Fimmtán sinnum öruggara er nú að fara um göngin í …
Fimmtán sinnum öruggara er nú að fara um göngin í stað þess að aka fyrir Hvalfjörð. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Ráðist var í umfangsmiklar endurbætur á öryggisþáttum Hvalfjarðarganganna árið 2007 sem stóð til ársins 2013 í því skyni að uppfylla staðla um öryggismál í veggöngum frá Evrópusambandinu.

Vegfarendur eru nú tvöfalt öruggari að aka um Hvalfjarðargöngin en áður en ráðist var í framkvæmdirnar.

Framkvæmdir Spalar í umferðaröryggismálum á sex ára tímabili fólust meðal annars í því að auka lýsingu, setja upp sívöktunarkerfi og yfir 80 myndavélar. Þá var komið fyrir nýjum neyðarljósum í lofti, flóttaljós sett á veggi ef rafmagn fer af göngunum, slökkvitækjum fjölgað o.fl. í þeim dúr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »