Skref í átt að afnámi hafta í þessum mánuði

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í útvarpþættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun að líkur væru á að skref yrðu tekin í átt að afnámi gjaldeyrishafta í þessum mánuði. Hann lýsti ánægju sinni með þá vinnu sem hafi þegar farið fram í þær áttir. 

Hann vildi þó ekki útlista nákvæmlega hvaða aðgerðum standi til að beita á næstunni. Hann sagði þó að: „sama hvaða leið verður farin þá verður hún allavega til þess hönnuð að tryggja að ekki meira fjárhagslegt tjón lendi á almenningi. Þvert á móti að þetta lokauppgjör á bankahruninu verði til þess fallið að ná til baka einhverjum af þeim skaða sem orðið hefur.“

mbl.is