Viss um jákvæð áhrif „klukkubreytingar“

Erfitt getur verið fyrir ungt fólk að vakna á morgnanna ...
Erfitt getur verið fyrir ungt fólk að vakna á morgnanna í skammdeginu. mbl.is/AFP

„Við erum að fara að skoða muninn á svefnvenjum Íslendinga í skammdeginu og í birtu og hvaða áhrif það hefur á okkur á veturna að fá ekki morgunbirtuna. Þetta er líka gert til þess að kortleggja svefnvenjur Íslendinga sem ekki hafa verið rannsakaðar með þessum hætti áður.“

Þetta segir sálfræðingurinn Erla Björnsdóttir en hún er meðal þeirra sem standa að rannsókn á klukkuþreytu. Í lok vikunnar verða sendir út spurningalistar til rúmlega 10 þúsund Íslendinga sem verða spurðir um svefnvenjur sínar. Að sögn Erlu er markhópurinn Íslendingar, tíu ára og eldri á öllu landinu. Rannsóknin verður gerð núna í janúar og aftur í júní. Að rannsókninni stendur þverfaglegt teymi sálfræðinga, lífeðlisfræðinga og lyfjafræðinga við Háskóla Íslands.

Munar 90 mínútum á innri klukku og staðartíma

Að sögn Erlu eru unglingar og ungt fólk með svokallaða „seinkaða dægursveiflu“ sem er hluti af líkamsstarfsemi þeirra og þýðir að þau fara seinna að sofa á kvöldin og eiga síðan erfitt með að vakna á morgnana. „Þá hjálpar ekki til að við séum að þessum ranga tíma,“ segir Erla. „Það munar alveg níutíu mínútum á okkar innri klukku og staðartíma í mesta skammdeginu. Það þýðir að þegar við erum að fara á fætur klukkan sjö er klukkan aðeins hálfsex á okkar innri tíma. Það getur verið sérstaklega erfitt fyrir ungt fólk.“  Erla segir að mögulegt sé að tengja of fljóta klukku við brottfall úr framhaldsskólum.

„Við fáum þá tilfinningu í okkar starfi að unglingar og ungt fólk eigi oft erfitt með að vakna í skammdeginu og falli á mætingu og annað. Jafnvel verður hægt að tengja þetta við mikið brottfall úr framhaldsskólum í ákveðnum tilvikum. Jafnframt mun rannsóknin gefa okkur svör við fullt af spurningum og ómetanleg gögn ef til þess kæmi að klukkunni yrði breytt,“ segir Erla. 

„Þá gætum við endurtekið rannsóknina og séð hvort það hafi einhver áhrif.“

Þarf að skýra mikla notkun Íslendinga á svefnlyfjum

Að sögn Erlu verður einnig skoðað í rannsókninni hvort hægt sé að tengja svefnlyfjanotkun Íslendinga við þessa klukkuþreytu. „Við eigum Norðurlanda- og næstum því heimsmet í svefnlyfjanotkun miðað við höfðatölu. Sú tala hækkar með hverju árinu og það er gríðarlegt áhyggjuefni. Rannsóknir hafa sýnt það ítrekað að langvarandi notkun svefnlyfja er ekki bara gagnslaus heldur getur verið skaðleg,“ segir Erla. „Við verðum að fá skýringar á af hverju við notum svona miklu meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir okkar.“

Erla segir að jafnframt verði skoðað hvort notkunin á svefnlyfjum breytist eitthvað á sumrin. 

Að sögn Erlu hafa rannsóknir sýnt að Íslendingar fari klukkutíma seinna að sofa en nágrannaþjóðir okkar og sofi jafnframt mjög stutt. „Unglingar á Íslandi þurfa samt að mæta á sama tíma í skólann og unglingar í nágrannaþjóðunum en fá minni svefn. Að stytta svefninn um klukkutíma getur haft gríðarlega mikil áhrif. Svefninn er gríðarlega virkt ferli, vaxtarhormón myndast, við vinnum úr áreitum og festum upplýsingar í minni svo eitthvað sé nefnt.Það getur haft mjög slæm áhrif að missa svefn.“

Breyting klukkunnar hefði góð áhrif

Eins og áður kom fram verða spurningalistar sendir út til tíu þúsund Íslendinga í lok vikunnar. Því má gera ráð fyrir að fólk fái listana eftir helgi. Þeir sem taka þátt fara inn á ákveðna vefslóð og svara spurningunum rafrænt. 

Aðspurð hvort hún telji að það að breyta klukkunni gæti haft góð áhrif á svefnvenjur Íslendinga segir Erla að það gæti vel verið.

„Það er ekki til nein töfralausn, en við erum sannfærð um það að breyta klukkunni hefði klárlega áhrif til góðs, sérstaklega yfir dimmustu mánuðina. Það að fá morgunbirtuna myndi hjálpa fólki við að stilla líkamsklukkuna rétt.“

Vekjaraklukkan getur verið versti óvinur fólks snemma á morgnanna í ...
Vekjaraklukkan getur verið versti óvinur fólks snemma á morgnanna í skammdeginu. AFP
Erla Björnsdóttir
Erla Björnsdóttir Þorkell Þorkelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segja birtingu álits siðanefndar fráleita

23:07 Fjórir þingmenn Miðflokksins segja það fráleitt að álit ráðgefandi siðanefndar um Klaustursmálið svokallaða hafi verið birt á vef Alþingis í kvöld, áður en frestur til að skila andmælum rynni út. Í tilkynningu frá Miðflokknum segir að slíkt gangi gegn stjórnsýslulögum. Meira »

Renndu sér 100 sinnum fyrir SÁÁ

22:15 „Það er mikilvægt að hafa þetta opið fyrir þá sem þurfa að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir formaður Skólafélagsins Hugins í Menntaskólanum á Akureyri. Meira »

Nanna nuddar hunda

21:55 „Nudd er dýrum oft nauðsyn. Rétt eins og við mannfólkið hafa þau vöðva og sinar sem þurfa hreyfingu og aðhlynningu eigi vel að vera. Raunar er vitundin um vellíðan dýranna stöðugt að aukast, sem er gleðiefni,“ segir Nanna Lovísa Zóphaníasdóttir hundanuddari. Meira »

Yfir 250 jarðskjálftar í Öxarfirði

21:29 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í Öxarfirði síðan síðastliðinn laugardag, hrinan er staðsett um 6 km suðvestur af Kópaskeri. Stærstu skjálftarnir sem hafa verið staðsettir eru á milli 2,5 og 3,1 að stærð. Yfir 250 skjálftar hafa verið staðsettir á svæðinu. Meira »

Hjólin snúast á ný

21:15 „Þetta var mjög erfitt. Ég er ótrúlega heppin og þakklát fyrir starfsfólkið. Þau stóðu sig svo vel öll sem eitt,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir leikskólastjóri í Lyngholti á Reyðarfirði. Í gær sneru átta starfsmenn og 14 börn aftur í skólann eftir þriggja vikna einangrun vegna mislingasmits. Meira »

Tóm vitleysa eða ósköp eðlilegt?

21:03 Formaður SAF og framkvæmdastjóri Eflingar eru ekki sammála um hvort það sé viðeigandi að hengja upp veggspjöld á hótelum þar sem ferðafólk er hvatt til að ferðast ekki með hópferðabílum í verkföllum á fimmtudag og föstudag. Meira »

Ekki einkasamtal á Klaustri

20:15 Það er mat meirihluta ráðgefandi siðanefndar, sem forsætisnefnd leitaði til vegna Klaustursmálsins svokallaða, að samtalið, sem átti sér stað á barnum Klaustri 20. nóvember milli sex þingmanna og var tekið upp, geti ekki talist einkasamtal. Meira »

Áskorun að ná til ferðamanna

20:05 „Þetta er einstakt á heimsvísu. Hvergi annars staðar í heiminum er vöktun náttúruvár jafn samþætt og hér á landi,“ segir Ingvar Kristinsson framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs Veðurstofu Íslands. Meira »

Öryggi farþega háð fiskiflotanum

18:50 „Það er bara ekki raunverulegur valkostur að segja að við munum ráða við svona stórt verkefni. Menn munu þurfa að miða sín viðbrögð við þá getu sem er til staðar,“ segir Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »

Píratar hafna tilskipun um höfundarrétt

18:04 „Þingflokkur Pírata mun beita sér gegn því að nýsamþykkt höfundarréttartilskipun Evrópusambandsins verði tekin upp í EES- samninginn óbreytt,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá flokknum. Umdeild tilskipun um höfundarrétt var samþykkt á Evrópuþingi í dag. Meira »

Efla samstarf í varnar- og öryggismálum

17:36 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, undirrituðu á fundi sínum í Lundúnum í dag samkomulag milli Íslands og Bretlands um að efla tvíhliða samstarf ríkjanna í varnar- og öryggismálum. Meira »

Markmiðið hafið yfir vafa

17:25 Eftirliti með fjárhag flugrekenda í því skyni að tryggja flugöryggi er alltaf hagað í samræmi við aðstæður hverju sinni.  Meira »

Óskar Hrafn samskiptastjóri VÍS

17:02 Óskar Hrafn Þor­valds­son hef­ur verið ráðinn sam­skipta­stjóri VÍS. Óskar tek­ur við af Andra Ólafs­syni sem hverf­ur til starfa á öðrum vett­vangi. Meira »

Glerbrot fannst í salsasósu

16:41 Aðföng hafa tekið úr sölu og innkallað Tostitos Chunky Salsa, medium, í 439,4 gramma glerkrukkum. Ástæða innköllunarinnar er sú að glerbrot fannst í einni krukku. Meira »

„Erum að vinna þetta mjög hratt“

16:29 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, segir að mikil vinna sé fram undan hjá félaginu en miklu máli skipti að hlutirnir gerist hratt næstu daga. „Við erum að vinna með öllum aðilum, kröfuhöfum og stjórnvöldum í að tryggja langtímafjármögnun félagsins. Þeirri vinnu miðar vel áfram,“ sagði Skúli í samtali við RÚV fyrr í dag. Meira »

Verði merkt með sýklalyfjanotkun

16:16 Þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingu á lögum um matvæli þess efnis að matvæli sem boðin eru til sölu verði merkt með upprunalandi og meðalnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla í viðkomandi landi. Meira »

Upplýsingalög nái til dómstóla

15:58 Ríkisstjórnin afgreiddi í dag tvö frumvörp, annað um að upplýsingalög nái til allra þátta ríkisvalds, hitt um starfshætti í vísindum. Annars vegar er um að ræða löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis og hins vegar frumvarp sem fjallar um vandaða starfshætti í vísindum. Meira »

Sakfelldur fyrir meiri háttar skattabrot

15:56 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann í síðustu viku í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Auk þess var maðurinn dæmdur til að greiða 49 milljónir króna í sekt. Meira »

Ekki í neinu jarðsambandi

15:45 Formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir stéttarfélögin sem hafa átt í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins ekki vera í neinu jarðsambandi. Meira »
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
Toyota Yaris sjálfskiptur 2005, skoðaður
Til sölu (for sale) ný skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150....
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...