Máttu ekki afhenda lista um meðmælendur

Yfirkjörstjórn í Kópavogi mátti ekki afhenda gögnin.
Yfirkjörstjórn í Kópavogi mátti ekki afhenda gögnin. Sigurður Bogi Sævarsson

Yfirkjörstjórn í Kópavogi mátti ekki afhenda Þóri Jónssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa bæjarins, upplýsingar um meðmælendur einstakra framboða sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Persónuverndar.

Þór fór fram á að fá gögnin afhent fyrir kosningarnar í vor. Hann kærði yfirkjörstjórn bæjarins hinn 30. maí sl., daginn áður en sveitarstjórnarkosningarnar fóru fram, fyrir vanrækslu en þá hafði hann ekki fengið gögnin. Féll hann frá kærunni þar sem yfirkjörsókn samþykkti beiðni hans um aðgang og afrit af meðmælalistum framboðanna.

Hér má sjá niðurstöðu Persónuverndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert