Tvö umferðaróhöpp á Suðurlandi

Lögreglan á Selfossi hefur verið kölluð á vettvang tveggja umferðaróhappa. Ekki er vitað á þessari stundu hversu alvarleg þau eru.

Annað þeirra er við Litlu kaffistofuna en þar var bifreið ekið á vegrið. Í hinu tilvikinu valt bifreið á Þingvöllum. 

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði en hálka í Þrengslum en hálka og éljagangur á Sandskeiði. Hálka, hálkublettir eða krapi er á öðrum leiðum á Suðurlandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

mbl.is