„Ég er mjúkur femínisti“

Hin svokallaða Barbershop ráðstefna verður haldin í næstu viku í New York í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og á sér stað samhliða undirskriftasöfnuninni HeForShe, átaki sem á að fá karlmenn og drengi til að taka virkan þátt í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna og gegn misrétti og ofbeldi gegn konum. Í dag var haldinn blaðamannafundur í utanríkisráðuneyti Íslands um verkefnið, sem er skipulagt af Íslandi og Surinam.

Karlkyns starfsmenn ráðuneytisins fjölmenntu til að undirrita HeForShe undirskriftasöfnunina og sýna samstöðu með átakinu. 

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra bendir á í viðtali við mbl.is að Ísland standi framarlega í jafnréttismálum og sé efst á lista á World Economic Forum um jafnrétti kynjanna en að sjálfsögðu geti Ísland gert betur. 

Frekari upplýsingar um Barbershop ráðstefnuna má finna HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert