Horfum til þeirra samninga sem gerðir hafa verið

Sigurður Bessason, formaður Eflingar.
Sigurður Bessason, formaður Eflingar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við höfum fylgst með því hvað hefur gerst í kjölfarið á kjarasamningunum sem gerðir voru á síðasta vetri og munum horfa til þeirra hluta.“

Þetta segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar - stéttarfélags, þegar hann er spurður í Morgunblaðinu í dag  um áhrif kjarasamninga sem ríkið hefur gert við ýmsar starfsstéttir á undanförnum mánuðum.

Sigurður segir að Flóabandalagið muni leggja fram kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður undir lok mánaðarins og er ekki tilbúinn að nefna neinar tölur. „Það er nóg af línum til að fara eftir, það er engin vöntun á þeim,“ segir hann. Flestir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum renna út í lok febrúar en einhverjir mánuði síðar, í lok mars.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »