Mannslátsmál til ríkissaksóknara

Stelkshólar.
Stelkshólar. mbl.is/Júlíus

Lögregla höfuðborgarsvæðisins hefur lokið rannsókn á mannsláti í Stelkshólum í lok sept­em­ber og sent málið til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um útgáfu ákæru, hvort málið verði fellt niður eða sent lögreglu að nýju til frekari rannsóknar. Lokaniðurstöðu krufningar er hins vegar enn beðið.

Aðfaranótt 28. september sl. fékk lögregla tilkynningu um að 26 ára kona væri lát­in á heim­ili sínu í Stelkshólum í Breiðholti. Eig­inmaður kon­unn­ar, sem er 29 ára gam­all, var handtekinn á vettvangi en strax vaknaði grun­ur um að and­lát kon­unn­ar hefði borið að með sak­næm­um hætti.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald en því var fljótlega breytt í ör­ygg­is­gæslu á rétt­ar­geðdeild Land­spít­al­ans á Kleppi þar sem honum er enn haldið. Hann hafði fyrir atburðinn glímt við andleg veikindi. Hann er grunaður um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi konu sinn­ar þannig að bani hlaust af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert