Kannabislykt og drykkjulæti

Lögregla sinnti m.a. útköllum vegna kannabislyktar, hávaða og drykkjuláta í gærkvöldi og nótt.

Skömmu fyrir miðnætti  fór lögregla í heimahús í Kópavogi þar sem tilkynnt hafði verið um kannabislykt. Fannst lítilræði af ætluðum fíkniefnum og kannabisfræjum en málið var afgreitt á vettvangi.

Stuttu síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu í gistiheimili í Vesturbænum. Þar höfðu tveir gestir drukkið heldur mikið af áfengi og valdið miklu ónæði. Annar aðilinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu til morguns.

Þá var kvartað undan hávaða í heimahúsi í Kópavogi um tvöleytið í nótt. Á vettvangi fannst lítilræði af ætluðum fíkniefnum og var einnig lagt hald á eggvopn.

mbl.is

Bloggað um fréttina