Íslenskur snjóbylur vekur heimsathygli

Heimiliskötturinn var ekki mjög hrifinn af snjónum.
Heimiliskötturinn var ekki mjög hrifinn af snjónum. Skjáskot af Youtube

Rebecca Cathrine Kaas Ostenfeldt, sem býr með manni sínum og börnum á Hólum í Dalasýslu, tók upp myndband í desember sem sýnir vetrarstorminn þegar einna verst lét. Athygli er vakin á því í frétt Skessuhorns að myndbandið hafi verið sett á YouTube og verið dreift víða, m.a. ratað á erlendar fréttasíður.

„Viðbrögðin hafa verið alveg ótrúleg. Þeir höfðu samband og vildu fá að sýna þetta,“ segir Rebecca í viðtali við Skessuhorn. „Fjöldi fólks hefur haft samband við mig út af myndskeiðinu. Þetta er mjög gaman og skemmtileg auglýsing fyrir sveitina okkar. Við eigum að sýna öllum heiminum hvað Ísland er magnað.“

Myndbandið vakti gríðarlega athygli er það var sýnt á mbl.is í desember. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert