„Viljum hvorki gettó né hin illu öfl heimsins“

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson. mbl.is/Eggert

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti í dag fund með Ólafi Halldórssyni og Sverri Agnarssyni, formanni Félags múslima á Íslandi, en Sverrir bauð Ásmundi í mosku félagsins í Reykjavík. „Ég er ánægður með að eiga stuðning þeirra félaga fyrir öruggara Íslandi,“ segir Ásmundur.

Þetta kemur fram á Facebooksíðu þingmannsins, en hann komst í fréttirnar í vikunni fyrir ummæli sín um múslima á Íslandi. Hann spurði hvort að bakgrunnur múslíma á Íslandi hefði verið kannaður og hvort einhverjir íslenskir múslímar hefðu farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna. 

„Við áttum hreinskiptið samtal um skrif mín og viðbrögð við þeim. Þeir eru báðir sammála mér um mikilvægi þess að tryggja öruggt og friðsælt samfélag á Íslandi. Og til þess þarf eftirlit, samstarf og upplýsingar. Þannig vinna Bandaríkjamenn með múslimum segja þeir félagar mér og þar ná öfgahópar ekki árangri. Við viljum hvorki gettó né hin illu öfl heimsins hér á landi og við viljum taka samtalið um það hvernig við tryggjum traust og trúnað milli ólíkra hópa í landinu. Vínum að því með vitlegti umræðu þar sem virðing er borin fyrir öllum skoðunum. 

Ég er ánægður að eiga stuðning þeirra félaga fyrir öruggara Íslandi,“ skrifar Ásmundur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert