Fangelsi tekur á sig mynd

Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er farið að taka á sig mynd en byggingin á að vera tilbúin í lok árs. Við byggingu á nýju fangelsi þarf að huga að ýmsu sem er gert með ólíkum hætti en í öðrum byggingum en þetta er fyrsta húsið sem er byggt sérstaklega í þessum tilgangi frá því á síðari hluta 19. aldar.

Fangelsið verður gæsluvarðhalds- og móttökufangelsi með deild fyrir kvenfanga og aðstöðu fyrir afplánun til skemmri tíma. mbl.is kíkti á aðstæður á Hólmsheiðinni og fékk að kynnast því hvað þarf að hafa í huga við byggingu á fangelsi.

mbl.is