Sandurinn aldrei verið meiri í Landeyjahöfn

Bílar við Landeyjahöfn.
Bílar við Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Sandurinn hefur aldrei verið eins mikill og núna,“ segir Óttar Jónsson, skipstjóri dýpkunarskipsins Dísu, um ástandið í Landeyjahöfn. Hann segir mjög erfitt að athafna sig á svæðinu.

„Við erum búnir að reyna að dæla þarna, það endaði bara með því að við brutum dælurör og fleira úr skipinu. Þar er stórtjón á ferð,“ segir hann en kveðst þó ekki alveg klár á því hví sandurinn sé eins mikill í höfninni og raun ber vitni.

„Það er náttúrlega búið að vera gríðarlega slæmt veður á þessu svæði eins og hefur reyndar verið allstaðar á landinu. Það er líka búin að vera ofboðsleg ölduhæð þarna suður undan síðan í desember,“ segir hann en þess má geta að Dísa hefur verið óvinnufær frá því að dælurörið brotnaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »