Sítrónulaust vegna veðurs

Landinn er sólginn í sítrusið.
Landinn er sólginn í sítrusið. mbl.is/ Kristinn

Lítið virðist vera eftir af sítrónum í mörgum verslunum landsins og hafa sítrónur selst upp trekk í trekk hjá birgjum síðustu vikur. 

Sítrónur eru t.a.m. uppseldar hjá Bönunum ehf. og Mata hf. Bæði fyrirtæki eiga þó nóg af sítrónum í sendingu sem komin er að Sundahöfn, en vegna hvassviðris er ekki hægt að hífa gámana upp úr skipunum. Því verður líklega ekki unnt að koma sítrónunum í verslanir fyrr en á morgun.

 „Það hefur eitthvað sítrónu-æði heltekið landann því þetta hefur þurrkast upp síðustu vikur,“ segir Ólafur Níels Bárðarson sölumaður hjá Banönum ehf. 

„Það eru allir í einhverjum sítrónukúr. Það er svona frekar óvenjulegt en það fara svo sem allir í eitthvað vatnslosandi í janúar eftir hátíðarnar og þá eru það yfirleitt melónur, appelsínur og sítrónur sem fara,“ segir hann. 

Sítrónuleysið hefur meðal annars vakið áhyggjur Twitter notandans Björns Teitssonar sem setur stórt spurningarmerki við forgangsröðun samfélagsins. Vonandi þurfa sítrónusólgnir Íslendingar þó ekki að bíða lengi,

mbl.is

Bloggað um fréttina