„Óásættanlegt“ að skipa Gústaf

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Skipan Gústaf Níelssonar sem varamanns í Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar fyrir Framsókn og flugvallarvini er að mínu mati óásættanleg,“ skrifar Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra, á Facebook-síðu sína.

„Gústaf hefur með ítrekuðum hætti lýst viðhorfum sem ganga þvert gegn gildum Framsóknarflokksins, viðhorfum sem endurspegla allt annað en stefnu flokksins um almenn mannréttindi, réttindi samkynhneigðra, innflytjenda og ýmissa minnihlutahópa. Ég tel rétt að borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í Reykjavík afturkalli þessa skipan hið fyrsta.“

Sem dæmi um þessi viðhorf Gústafs má nefna grein sem Gústaf birti í Morgunblaðinu árið 2005, undir fyrirsögninni Að elska sitt eigið kyn.

Gústaf Adolf Níelsson, sagnfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins, var í gærkvöldi kjörinn varamaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Hlaut Gústaf Adolf 10 greidd atkvæði.

„Oddviti flokksins hafði samband við mig [í desember sl.] og spurði hvort ég treysti mér til þess að taka þetta að mér. Þetta kom mér svolítið í opna skjöldu því ég er ekki í Framsóknarflokknum heldur Sjálfstæðisflokknum,“ segir Gústaf Adolf og bætir við að oddvitanum hafi hins vegar þótt mikið koma til skrifa hans í Morgunblaðinu að undanförnu og því sett sig í samband við hann.

Gústaf Adolf Níelsson.
Gústaf Adolf Níelsson. Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka