Prestur segir Gústaf vera í Pegida

Sigríður Guðmarsdóttir.
Sigríður Guðmarsdóttir. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Sigríður Guðmarsdóttir, prófastur í Sør Helgeland prófastdæmi á Hálogalandi í Noregi, segir að Gústaf Níelsson, sem skipaður var sem varamaður í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar, sé einn af meðlimum Pegida hreyfingarinnar á Íslandi en hún vinnur gegn trúfrelsi múslima.

Á vefsvæði sínu segir Sigríður: „Nú hefur það gerst að maður sem er yfirlýstur andstæðingur réttinda samkynhneigðra og einn af meðlimum Pegida hreyfingarinnar á Íslandi sem vinnur gegn trúfrelsi múslima hefur verið kosinn varamaður í [mannréttindaráði Reykjavíkurborgar].

Raunar hefur þegar komið fram í fréttum að skipun Gústafs hefur verið afturkölluð en Sigríður segir: „Þess vegna mótmæli ég því að borgarfulltrúar Framsóknarmanna og flugvallarvina í Reykjavíkurborg hafi skipað Gústaf Níelsson sem varamann í Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.“

Þá segir Sigríður borgarfulltrúum annarra flokka einnig til syndanna: „Og svo mælist ég til þess að borgarfulltrúar í láti af gömlum venjum um að sitja hjá þegar fulltrúar annarra flokka eru skipaðir í aðstæðum sem þessum. Þegar stungið er upp á Pegidameðlimi sem fulltrúa í Mannréttindaráð situr maður ekki hjá.“

Frétt mbl.is: Öfgahreyfing til Íslands

Face­booksíðan Peg­ida Ice­land

Fyrri frétt mbl.is: Hreyf­ing gegn íslam vex í Þýskalandi

mbl.is

Bloggað um fréttina