ESB-tillaga lögð fram fyrir 26. mars

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra

Forseta Alþingis var í vikunni afhent endurskoðuð áætlun um framlagningu stjórnarfrumvarpa á vetrar- og vorþingi, svonefnd þingmálaskrá, ásamt áætluðum útbýtingardegi. Í henni segir að tillaga utanríkisráðherra um afturköllun aðildarumsóknar að ESB verði lögð fram eigi síðar en 26. mars nk.

Þá er fyrirvari gerður við framlagningu tillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra en orðrétt segir í þingmálaskránni: „Tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, ef til kemur“.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sagði hins vegar á Alþingi í vikunni að hann reiknaði með að tillaga Gunnars Braga kæmi fram á næstu dögum. Og í byrjun árs sagði Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, að það muni skýr­ast í mánuðinum hvenær þings­álykt­un­ar­til­lag­an kem­ur fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert