Símabann í skólum er engin lausn

Í erindi Sigurðar á fundi samtakanna Náum áttum sagði hann …
Í erindi Sigurðar á fundi samtakanna Náum áttum sagði hann m.a. að snjalltæki væru komin til að vera. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er hægt að kenna börnum og unglingum ábyrga netnotkun í grunnskólum og á sama tíma banna notkun snjalltækja.

Það er engin lausn að banna notkunina í skólum, lausnin felst í því að setja reglur og kenna á tækin. Þetta sagði Sigurður Haukur Gíslason, grunnskólakennari og MA-nemi í upplýsingatækni, í erindi sem hann hélt á morgunverðarfundi samtakanna Náum áttum í gær.

„Stafræn borgaravitund er útvíkkun á hugtakinu ábyrg netnotkun. Hún felst m.a. í að þeir sem eru á netinu sýni þar ábyrga hegðun varðandi tækin og rafræn samskipti,“ segir Sigurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »