Kötturinn Kiss Me slapp frá þjófunum

Kiss Me er augljóslega í áfalli.
Kiss Me er augljóslega í áfalli. Ljósmynd/Ólafur Sturla

Þremur hreinræktuðum bengal-köttum var stolið var af bænum Nátthaga á miðvikudaginn Þeir eru enn ófundnir. Fyrst var talið að stolið hafi verið fjórum köttum, en einn þeirra fannst undir sófa í gærkvöldi. Var það styggðin sem bjargaði honum.

„Ég fann hann hérna skíthræddan undir sófa,“ segir Ólafur Sturla Njálsson, eigandi kattanna. Segir Ólafur að kötturinn, sem heitir Kiss Me, væri augljóslega í áfalli og hafi ekki enn mjálmað.

„Hann hefur verið of styggur og þjófarnir ekki náð að höndla hann. Það hefur augljóslega verið leitað af honum, sá ummerki um það en sem betur fer fannst hann ekki,“ segir Ólafur.

„En hinir þrír eru ennþá hjá þjófunum. Þeir eru mjög meðfærilegir kettir og auðvelt að fela þá.“ Þeir kettir heita Ísabella Sóley, Platinum Prince og Kysstu Lífið Lukka. 

Ólafur Sturla segist ekki hafa fengið ábendingar um þjófnaðinn en lögregla rannsakar nú málið. 

Fyrri fréttir mbl.is:

Hreinræktuðum köttum stolið

Brjósta­hald­ari notaður til að losa flótta­bíl­inn

„Þau vissu hvert þau áttu að fara“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert