Bengal-kettirnir fundust í Reykjavík

Ólafur Sturla ásamt lögrelgumann þegar hann sótti kettina.
Ólafur Sturla ásamt lögrelgumann þegar hann sótti kettina. Ljósmynd/Ólafur Sturla

Bengal-kettirnir þrír sem rænt var úr húsi í Ölfusi í síðustu viku eru komnir í leitirnar. Þetta kemur fram í á vef RÚV. 

Fundust kettirnir í heimahúsi í Reykjavík eftir ábendingu og gat eigandi þeirra, Ólafur Sturla Njálsson, sótt þá til lögreglu.

Í frétt RÚV kemur fram að kettirnir séu ómeiddir, en nokkuð hvekktir. Hafi þeir horast nokkuð og líklega ekki étið mikið síðustu daga. Að öðru leyti virðist ekki hafa verið farið illa með þá.

Í fyrstu var talið að þjófarnir hefðu stolið fjórum köttum. Í ljós kom rúmum sólarhring eftir innbrotið að fjórði kötturinn, Kiss Me, hafi sloppið frá þjófunum undir sófa. 

Á facebooksíðu sinni í nótt sagði Ólafur Sturla að hann myndi ekki leita eftir því að refsa þjófunum. Lagði hann jafnframt áherslu á að mikilvægt væri að hrósa fólki fyrir vel unnin störf og þakkaði lögreglu fyrir þrotlaust starf. 

Fyrri fréttir mbl.is.

„Þau vissu hvert þau áttu að fara“

Kötturinn Kiss Me slapp frá þjófunum

„Það greip hann auðvitað skelfing“

Einn af köttunum sem stolið var frá Nátthaga.
Einn af köttunum sem stolið var frá Nátthaga. Nátthaga bengalkettir
Platinum Prince er einn þeirra sem stolið var. Nú er …
Platinum Prince er einn þeirra sem stolið var. Nú er hann kominn heim. Ljósmynd/Ólafur Sturla
mbl.is

Bloggað um fréttina