Þekkir 24 hálfsystkini sonarins

Svava Svanborg ásamt syni sínum í Danmörku síðasta sumar.
Svava Svanborg ásamt syni sínum í Danmörku síðasta sumar. Úr einkasafni.

Sonur Svövu Svanborgar Steinarsdóttur er tæplega fjögurra ára gamall. Hann varð til eftir að Svava fór í glasafrjóvgun hjá Art Medica. Drengurinn á rúmlega tvítuga systur en Svava veit einnig um 24 börn sem urðu til með hjálp sama sæðisgjafa og sonur hennar, hálfsystkini hans og halda foreldrar þeirra sambandi í gegnum lokaðan hóp á Facebook.

Svava er rúmlega fertug. Hún eignaðist sitt fyrsta barn um tvítugt en síðan liðu átján ár þar til hún eignast seinna barnið. Svava fór í gegnum fimm tæknisæðingar hjá Art Medica og tvær glasafrjóvganir áður en lífið kviknaði en áður hafði hún einnig velt fyrir sér að nýta sér ættleiðingu.

mbl.is hefur að undanförnu fjallað um málefni einhleypra foreldra sem vilja eða hafa eignast börn með tæknifrjóvgun, ættleiðingu eða með hjálp staðgöngumóður. Með þessu viðtali er þeirri umfjöllun haldið áfram. 

Gæti kannski hitt á eina með sama gjafa

Sæðisgjafinn sem Svava fékk sæði frá er svokallaður lokaður gjafi með víkkaðan prófíl. Þá er upplýsingar um fjölskyldu hans og áhugamál aðgengilegar, hægt er að sjá niðurstöðu persónuleikaprófs, viðtal við gjafann og myndir af honum frá barnsaldri ásamt fleiru. Sonur Svövu mun aftur á móti aldrei fá nafn gjafans og getur þar af leiðandi ekki haft uppi á honum þegar hann nær átján ára aldri. 

„Ég gerðist meðlimur í hópi á Facebook fyrir egggjafa, sæðisgjafa, foreldra og gjafabörn og komst að því að margir leita að hálfsystkinum sínum,“ segir Svava í samtali við mbl.is en þar er hægt að skrá sig á skjöl í hópnum og óska eftir að komast í samband við systkini barnanna. 

Svava varð sér út um númer sæðisgjafans hjá Art Medica og skráði númer drengsins á vefsíðuna Donorsibling Registry. „Ég hugsaði með mér að kannski gæti ég hitt á eina eða tvær sem væru með sama gjafa. Þá kom strax upp eitt nafn, kona í Svíþjóð sem á dreng sem er einu ári eldri en sonur minn,“ segir Svava.

Í kjölfarið sendi hún konunni skilaboð og fékk skömmu síðar svar. Móðirin í Svíþjóð vildi vita hvort Svava væri tilbúin til að vera í hóp sem stóð saman af foreldrum nítján barna sem urðu til með hjálp sama gjafa og drengur Svövu. „Ég var gjörsamlega orðlaus,“ segir Svava og vildi svo sannarlega vera með.

Sjá svip með börnunum

Hópurinn var stofnaður árið 2012. Drengurinn hennar var tuttugasta barnið í hópnum fyrir tæpu ári en í dag eru 25 börn í hópnum. Fjölskyldurnar koma frá fjórum löndum; Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Danmörku. Hópurinn hefur hist tvisvar með börnin og tók Svava þátt í seinna skiptið, í Árósum síðastliðið sumar. Stefnt er að því að hittast í Kaupmannahöfn í sumar.

„Þetta var mjög skemmtilegt. Við erum allar í sömu stöðunni og það var gaman að horfa og kíkja hvort það væri eitthvað sameiginlegt með börnunum okkar. Mér fannst ég geta séð ákveðin líkindi, eitthvað sameiginlegt með drengnum mínum og nokkrum börnum í hópnum,“ segir Svava og bætir við að mörg barnanna í hópnum séu með sama munnsvip og svipað nef. „Þau eru samt afar ólík öll saman, þau eiga öll mismunandi mæður.“

„Ég hugsaði með mér, hann er með lokaðan gjafa, hann mun ekki geta fundið föður sinn en hann getur fundið hálfsystkin. Ég vildi gefa honum það tækifæri en mér datt aldrei í hug að hann myndi fá svona mörg tækifæri,“ segir Svava.

Vita öll að þau eru gjafabörn

Sonur Svövu var þriggja ára þegar mæðginin hittu hópinn í Danmörku síðastliðið sumar og útskýrði hún því ekki fyrir honum hvaða börn hann væri að hitta, heldur aðeins að þau ætluðu að hitta fullt af börnum sem hann gæti leikið við.

„Allir í hópnum eru hreinskilnir við börnin sín um að þau séu gjafabörn. Þau vita öll að þau eru gjafabörn en það eru bara þau eldri sem hafa skilning á því,“ útskýrir Svava. Nokkur barnanna í hópnum hittast reglulega en þau búa á sama svæði.

Einhleypar konur í Danmörku hafa getað nýtt sér tæknifrjóvgun í heimalandinu mun lengur en einhleypar konur á Íslandi. Svava segir að mikið hafi verið fjallað um málefni barnanna þar í landi og í kjölfar sjónvarpsumfjöllunar á síðasta ári bættust tvær mæður og fjögur börn í hópinn.

Hálfsystkinin gætu dúkkað upp hér og þar í heiminum

Svava kynnti sér málið vel og vandlega áður en hún ákvað að nýta sér tæknifrjóvgun. Hún hefur lesið ýmis viðtöl og greinar um málefnið og segir sum barnanna vilja vita meira um gjafann seinna meir en flest börnin séu spennt að finna hálfsystkini sín. 

Börnin í hópnum eru fædd á árunum 2009 til 2013. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda skammta sem gjafinn hefur gefið. Þó er til dæmis vitað að fyrir 1. mars 2012 var heimilt að nýta sæði frá hverjum gjafa fyrir 25 fjölskyldur í Danmörku. Búið er að loka á gjafann þar sem búið er að nýta skammta frá honum fyrir þennan fjölda. Í hópnum eru 16 fjölskyldur í Danmörku.

Sæði frá gjafanum eru svo einnig seld til annarra landa og því ekki svo auðvelt átta sig á fjölda barnanna sem hafa orðið til með hjálp hans.  „Það geta dúkkað upp hálfsystkini hér og þar í heiminum,“  segir Svava.

Einhleypar konur í Danmörku hafa getað nýtt sér tæknifrjóvgun í ...
Einhleypar konur í Danmörku hafa getað nýtt sér tæknifrjóvgun í heimalandinu mun lengur en einhleypar konur á Íslandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Rósa Braga
Svava fór í gegnum fimm tæknisæðingar hjá Art Medica og ...
Svava fór í gegnum fimm tæknisæðingar hjá Art Medica og tvær glasafrjóvganir áður en lífið kviknaði. Úr einkasafni.
Fjölskyldurnar koma frá fjórum löndum; Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Danmörku. ...
Fjölskyldurnar koma frá fjórum löndum; Noregi, Svíþjóð, Íslandi og Danmörku. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son, lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameins tilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

Í gær, 17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »

Opna netverslun fyrir íslenskan fisk

Í gær, 17:21 Captain's Box hyggst selja hágæða sjávarafurðir í áskrift og senda vítt og breitt um Bandaríkin í umhverfisvænum umbúðum sem halda fiskinum köldum. Meira »

Ólík tíðni banaslysa í umferðinni

Í gær, 17:07 Sviðsljós Tíðni banaslysa í umferðinni í Evrópu er afar misjöfn eftir löndum samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins á fjölda þeirra sem létust í umferðinni í 32 Evrópulöndum á árinu 2017. Meira »

Hlé gert á formlegri leit að sinni

Í gær, 16:47 Lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn 10. ágúst. Áfram verður fylgst með vatninu, en komi ekkert nýtt upp verða bakkar þess gengnir að þremur til fjórum vikum liðnum. Meira »

Skora á Katrínu að lýsa yfir neyðarástandi

Í gær, 16:39 Píratahreyfingin tekur undir áskorun helstu náttúruverndarsamtaka landsins og skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Meira »

Hvetur Breta til EES-aðildar

Í gær, 16:34 „Ég efast ekki um að Bretlandi mun farna vel eftir útgöngu úr Evrópusambandinu, hvort sem það er með samningi eða ekki,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og leggur til að Bretland gangi tímabundið í EES í aðsendri grein sem birt hefur verið á vef Spectator í Bretlandi. Meira »
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...