Olli misskilningi og tortryggni

Ólafur Ólafsson, sem var hluthafi í Kaupþingi, var dæmdur í ...
Ólafur Ólafsson, sem var hluthafi í Kaupþingi, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þórður Arnar Þórðarson

Uppbygging viðskipta Kaupþings og sjeiks Mohameds al-Thani með hlut í bankanum olli misskilningi og tortryggni hjá héraðsdómi og ákæruvaldinu. Sérstakur saksóknari hefur átt þátt í að viðhalda þeirri tortryggni með gildishlöðnu orðavali. Þetta sagði verjandi Ólafs Ólafssonar í Hæstarétti í morgun.

Munnlegur málflutningur um Al-Thani-málið svonefnda hélt áfram í Hæstarétti í morgun. Sakborningar eru þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, sem var á meðal stærstu hluthafa bankans. Þeir voru allir viðstaddir málflutninginn í dag, en þeir hlutu allir þunga dóma í héraðsdómi.

Ákært var fyrir lánveitingar tengdar viðskiptum sjeiksins al-Thani við Kaupþing í september 2008 og svo fyrir að láta ranglega líta út að sjeikinn hafi verið í viðskiptunum við Kaupþing.

Reikult vitni með persónulega hagsmuni af niðurstöðu málsins

Viðskipti sjeiks Mohameds al-Thani og Kaupþings með hlutabréf í bankanum voru ef til vill óvenjuleg en það þarf ekki að þýða að þau hafi verið flóknari en leikendur í þeim hafa greint frá, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs. Einu gögnin um að umbjóðandi hans hafi haft hagnað af viðskiptunum séu framburður eins vitnis sem hafi verið reikull, óstöðugur og það hafi átt ríka persónulega hagsmuni af niðurstöðu málsins.

Lýsti verjandinn aðkomu Ólafs að viðskiptunum en hann var í vinskap við al-Thani. Hafði hann millgöngu um kaup sjeiksins á hlut í Kaupþingi að beiðni Hreiðars Más. Fjárfestingarfélag Ólafs hafði millgöngu um lánveitingu til sjeiksins vegna kaupanna vegna þess að Hreiðar Már taldi það bestu leiðina til að fá viðskiptin samþykkt hratt og örugglega. Aðkoma félags Ólafs hafi verið til skamms tíma en til stóð að samið yrðu um lánið að nýju eftir þrjá mánuði og þá yrði lánið tryggt með veði í fasteignum al-Thani.

Gildishlaðið orðaval um „sýndarviðskipti“ og „glansmynd“

Ólafur átti aldrei að hafa hagnað af viðskiptunum og framburður sakborninga hafi verið staðfastur hvað það varðaði. Þó að viðskiptin hafi virst óvenjuleg þá þýði það ekki að þau hafi verið flóknari en ákærði hafi lýst. Með öllu séð ósannað að Ólafur hafi hagnast á viðskiptunum. Hann hafi talið sig vera að liðsinna bankanum til góðra verka.

Viðskiptin hafi valdið misskilningi og tortryggni hjá héraðsómi og ákæruvaldinu. Sérstakur saksóknari hafi átt þátt í að viðhaldi henni með gildishlöðnu orðavali um „sýndarviðskipti“ og „glansmynd“.

Þá tók verjandi Ólafs undir málflutning verjenda Hreiðars Más og Sigurðar í gær í ýmsum atriðum. Brotið hafi verið á mannréttindum Ólafs með takmörkunum á aðgengi að gögnum og þá hafi embætti sérstaks saksóknara stuðlað að því að lykilvitnið, sjeik al-Thani, kæmi ekki fyrir dóminn til að gefa skýrslu. Verjendur hafi því ekki haft tækifæri til að spyrja þá annarra spurninga en ákæruvaldið hafi spurt þá í viðtölum við rannsókn málsins.

Krafðist Þórólfur þess að Ólafur yrði sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dagurinn lengist um fimm mínútur

06:06 Sólin hækkar stöðugt á lofti og verður morgundagurinn fimm mínútum lengri en dagurinn í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Vorjafndægur eru 20. mars en þá verður dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni. Meira »

Húsleit hjá fiskútflytjanda

05:49 Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks.  Meira »

Taki strætó á spítalann

05:30 Við hönnun umferðarmannvirkja við nýjan Landspítala er gert ráð fyrir að mun hærra hlutfall starfsmanna muni ferðast með strætó en nú er. Þyrfti hlutfallið að margfaldast. Meira »

Aðeins BA með fleiri áfangastaði

05:30 Icelandair flýgur nú á 23 áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Nýlega tilkynnti fyrirtækið að það hygðist fljúga til Baltimore, San Francisco og Kansas. Meira »

Bíða stokkalausnar

05:30 Vegagerðin kynnti í haust tillögur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngumannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor. Meira »

Hörð deila flugliða og Primera

05:30 Fulltrúar Primera Air Nordic SIA mættu ekki á sáttafund með Flugfreyjufélagi Íslands, sem ríkissáttasemjari boðaði til í gær vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi. Meira »

„Reykjavík er að skrapa botninn“

05:30 „Meirihlutinn ákvað að þæfa málið. Þau hafa ekki viljað ræða þetta,“ segir Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Meira »

Skortur á legurými er ein helsta skýringin á frestun

05:30 Skortur á legurými er helsta skýring þess að Landspítalinn þarf stundum að grípa til þeirra úrræða að fresta fyrirfram skipulögðum og ákveðnum aðgerðum. Meira »

Reisa nýtt hótel í Vík

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og verða þar 72 herbergi og veislusalur. Meira »

Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

05:30 Nýtt lyf við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) í börnum hefur gefið góða raun. Niðurstaða úr klínískri rannsókn á lyfinu var að koma út í Nature Communications en hún byggist á uppfinningu sem Hákon Hákonarson læknir og forstöðumaður erfðarannsóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum birti ásamt fleirum í Nature Genetics árið 2011. Meira »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla hvor sinni öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Svínaði fyrir lögreglu á rauðu ljósi

Í gær, 21:09 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndband á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld þar sem ökumaður bifreiðar keyrir yfir á rauðu ljósi á Sæbraut. Minnstu munaði að bifreiðin hefði hafnað á lögreglubílnum, sem var að beygja inn á Sæbrautina. Meira »

Lengi lifir í gömlum glæðum

Í gær, 20:15 Sveinbjörn Dýrmundsson hefur sannreynt að lengi lifir í gömlum glæðum í tónlistarbransanum í Bretlandi og vill kalla saman eldri tónlistarmenn hérlendis með sama hætti og gert er í Stockport og víðar. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Borgarfjörður sagður í Síberíu

Í gær, 20:55 Axel Þór Ásþórsson rak upp stór augu þegar hann ætlaði að skoða myndir frá bænum Oymyakon í Síberíu á Google Earth. Ein myndanna er úr Borgarfirðinum en þar má sjá Hvítá, Tungukoll og Hafnarfjall í fjarska. Meira »

Íslendingur með þriðja vinning

Í gær, 19:48 Einn heppinn lottóspilari var með hinn alíslenska þriðja vinning í víkingalottóútdrætti kvöldsins og fær hann 1.476.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út og því verður fyrsti vinningur þrefaldur og annar vinningur tvöfaldur í næstu viku. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Lok á heita potta og hitaveitu-skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...