Kostnaðarsöm mannfæð í íslenska stjórnkerfinu

Utanríkisráðherra segir að styrkja þurfi ráðuneytin.
Utanríkisráðherra segir að styrkja þurfi ráðuneytin. mbl.is/Hjörtur

Skortur á mannafla í íslenska stjórnkerfinu er ástæða þess að gerðir hafa ekki verið innleiddar á Íslandi í samræmi við EES-samninginn, að mati Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra.

Fimm dómar féllu í EFTA-dómstólnum í gær þar sem Ísland var dæmt til að greiða málskostnað vegna þess að gerðir höfðu ekki verið innleiddar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar Bragi ljóst að styrkja þurfi ráðuneytin til að sinna þessum málum betur. Þá telur hann að verja þurfi meira fé til íslensku utanríkisþjónustunnar í Brussel. Eins segir hann mjög mikilvægt að opna aftur sendiskrifstofu Íslands í Strassborg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »