Föst í bílnum í sjö klukkustundir

Ferðaþjónusta fatlaðra var endurskipulögð um áramótin.
Ferðaþjónusta fatlaðra var endurskipulögð um áramótin. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, 18 ára þroskaskert stúlka sem leitað var að fyrr í kvöld, fannst í læstum bíl á vegum ferðaþjónustu fatlaðra undir kvöld. Lögregla telur að hún hafi verið í bílnum frá klukkan 13 í dag, eða í um sjö klukkustundir. 

Ólöf var sótt í skóla rétt eftir hádegið og ók bílstjóri með hana að Hinu húsinu. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar aðalvarðstjóra taldi bílstjórinn sig hafa horft á eftir henni fara út úr bílnum. Þegar átti að sækja hana í Hitt húsið um fjögurleytið kom í ljós að hún var ekki í húsinu.

Þegar Ólöf fannst var hún enn með beltið spennt. Valgarður segir að ekki sé vitað hvenær bílnum var lagt eða hvort fleirum hafi verið ekið með bílnum eftir að Ólöf átti að fara úr honum. Ekki er um stóran bíl að ræða. Aðspurður sagðist Valgarður ekki vita hvort Ólöf hefði setið eða legið í sætinu þegar hún fannst.

Valgarður segir að ákveðið hafi verið að athuga með bílinn eftir að leit að Ólöfu hófst og farið var að skoða alla möguleika og rýna í öll horn.

Þegar mest lét leituðu um 110 björgunarsveitarmenn að Ólöfu. Tilkynning um að Ólöf hefði fundist barst Landsbjörg um klukkan 19.45.

Lýst var eftir Ólöfu rétt eftir klukkan sjö. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að hún væri þroskaskert og gæti lítið sem ekkert tjáð sig.

Ólöf er fundin

Lögreglan leitar að Ólöfu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert