Staðfesti dóm yfir Hallbirni

Hallbjörn Hjartarson.
Hallbjörn Hjartarson. mbl.is/Jón Sigurðsson

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands yfir Hallbirni Hjartarsyni tónlistarmanni, en hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi 20. maí sl. fyrir kynferðisbrot gegn tveimur drengjum.

Ákæruvaldið hafði farið fram á að refsing Hallbjarnar yrði þyngd en hann fór fram á sýknu, en til vara að refsing yrði milduð. Þá krafðist hann þess að einkaréttakröfum yrði vísað frá héraðsdómi, en til vara að þær yrðu lækkaðar.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómur héraðsdóms skyldi standa óraskaður um annað en einkaréttarkröfur. Dæmdi hann Hallbjörn til að greiða drengjunum hvorum fyrir sig 1,5 milljón króna með vöxtum. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.

Hallbjörn var ákærður fyr­ir að hafa á ár­inu 1999 kysst ann­an dreng­inn á heim­ili sínu tungu­kossi og fróað hon­um. Þá hafi hann í lok árs 2000 eða á ár­inu 2001, á heim­ili drengs­ins, kysst hann tungu­kossi, strokið ber kyn­færi hans og haft við hann munn­mök og látið dreng­inn fróa sér. 

Þá var hann ákærður fyr­ir að hafa í tugi skipta er hinn dreng­ur­inn var á aldr­in­um 7 til 18 ára gam­all kysst hann tungu­kossi og káfað utan­k­læða á kyn­fær­um hans og rassi á heim­ili sínu.

Hallbjörn dæmdur í 3 ára fangelsi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert