Brennivínið í útrás á 80 ára afmælinu

Íslenskt brennivín.
Íslenskt brennivín. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Verðmæti útflutts áfengis í fyrra var 397,5 milljónir króna, borið saman við 87,1 milljón 2010. Er hér miðað við verðmæti vörunnar komið í flutningsfar.

Meðal íslenskra drykkja sem njóta vaxandi vinsælda erlendis er íslenskt brennivín en útflutningur á því ellefufaldaðist milli ára, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

ÁTVR hóf framleiðslu á brennivíni árið 1935 og má segja að vinsældir þess hafi aldrei verið meiri en á áttræðisafmælinu. Framleiðslan er nú hjá Ölgerðinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert