Frelsi hinna fáu til að maka krókinn

Það var vel mætt á fundinn í dag.
Það var vel mætt á fundinn í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði í máli sínu við upphaf flokksráðsfundar Vinstri grænna, sem haldinn er í Iðnó í Reykjavík, mikilvægt að flokkurinn taki upp á sína arma hugtök sem „hafa of lengi verið í gíslingu hægri aflanna.“ Nefndi hún þar hugtökin frelsi, stöðugleika og öryggi.

„Frelsið sem hefur verið í einkaeign Sjálfstæðisflokksins um langt skeið. Flokksins sem einnig talaði um stétt með stétt og ætlaði að vinna fyrir háa jafnt sem lága. Sjálfstæðisflokknum tókst svo vel að eigna sér frelsisorðið að margar aðrar stjórnmálahreyfinga veiguðu sér við að tala um það,“ sagði Katrín og bætti við að frelsi Sjálfstæðisflokksins hafi hins vegar þróast út í að vera aðeins frelsi hinna fáu og efnamiklu til að „maka krókinn, iðulega með sérstakri ríkisaðstoð á kostnað frelsis fjöldans.“

Sagði hún frelsi fólks til að sækja sér menntunar og heilbrigðisþjónustu við hæfi hins vegar gleymast. Sömu sögu er að segja um frelsi fólks til að búa í samfélagi þar sem dagvinnulaun duga fyrir mannsæmandi lífi.

„Þegar skorið er niður þannig að þjónusta við almenning rýrnar, aðgangur eldri en 25 ára að framhaldsskólamenntun er skorinn niður, gjöld fyrir læknisþjónustu eru hækkuð, fjárfestingar í rannsóknum og nýsköpun eru skornar niður, þannig að framtíðartækifærum í landinu okkar fækkar, þá er verið að skerða frelsi fjöldans til að lifa góðu lífi,“ sagði Katrín og bætti við að Vinstri græn ættu að taka hugmyndina um frelsi fjöldans og gera það að sínu. 

Vék Katrín sér því næst að stöðugleika. Velti hún upp þeirri spurningu hvort stöðugleiki snerist einungis um að þeir sem eru efnameiri auki hlut sinn enn frekar. „Þannig er staðan á Íslandi. Ríkustu 10 prósentin eiga 70 prósent alls auðs. […] En snýst skattastefna núverandi stjórnvalda ekki einmitt um að halda því ástandi stöðugu?" 

Öryggi er fjölþætt hugtak

Þá sagði Katrín einnig mikilvægt að endurskoða hugtakið öryggi. Í stað þess að tengja það einvörðungu við hugsanleg vopnakaup lögreglunnar hlyti hugmyndin um öryggi að snúast um að byggja upp friðsamt jafnaðarsamfélag.

„Þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi með aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu og öðrum mikilvægum þáttum. Eða þak yfir höfuðið, sem er það sem unga kynslóðin sér ekki fram á núna. Öryggi hefur nefnilega ekkert með skotvopn eða forvirkar rannsóknarheimildir að gera, sem enn og aftur hefur skotið upp kollinum hjá hæstvirtum innanríkisráðherra,“ sagði hún.   

VG stimplaði „sem á móti“

Katrín Jakobsdóttir ávarpar flokk sinn.
Katrín Jakobsdóttir ávarpar flokk sinn. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »
Akureyri - vönduð íbúðagisting
Vönduð og vel útbúin íbúðagisting. Uppábúin rúm, net og lokaþrif. Komdu á norður...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...