Gagnagíslataka færist í aukana

Tölvuþrjótar svífast einskis.
Tölvuþrjótar svífast einskis. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Netöryggissveit Íslands, CERT-ÍSsegir það færast í vöxt að glæpamenn sendi hlekki eða viðhengi í tölvuskeytum eða skilaboðum sem, ef smellt er á, hleypa óværu inn í viðkomandi tölvu eða smátæki og dulkóðar öll gögn sem þar er að finna. Síðan er krafist lausnargjalds til að opna fyrir gögnin.

Aðferðin nefnist gagnagíslataka (e. ransomware) og geta tölvuþrjótar dulkóðað öll þau gögn á diskadrifum sem forritið nær til, þ.m.t. diska í útstöðvum og diska í netþjónum. Lausnargjalds er krafist til að opna aftur fyrir gögnin en ekki er víst að gögnin séu leyst úr gíslingu jafnvel þótt lausnargjald sé greitt.

Í tilkynningu frá netöryggissveitinni segir að undanfarið hafi það færst mjög í vöxt að fyrirtæki og almenningur fái blekkingarskeyti í tölvupósti, skilaboðum á samfélagsmiðlum eða t.d. með SMS/MMS skilaboðum. „Slík blekkingarskeyti eru oft mjög vel gerð og líta út fyrir að vera frá einstaklingi eða fyrirtæki sem móttakandi skeytisins telur sig þekkja, er í viðskiptum við eða frá öðrum aðilum sem fólk treystir. Þannig eykst hættan á að viðtakandinn smelli hugsunarlaust á hlekki í skeytinu eða opni viðhengi.

Hlekkur skeytisins eða viðhengi, getur vísað á það sem virðist í fyrstu vera sárasaklaust, svo sem mynd, mp3 tónlist, myndband á YouTube, zip skrár eða skilaboð frá t.d. þekktum banka - en er í raun allt annað og hættulegra.

Æ algengara er að skeyti af þessu tagi séu leið glæpamanna til að taka gögn í gíslingu og heimta síðan lausnargjald til að láta gögnin af hendi.“

Eina leiðin til að verjast þessu er að hugsa sig ávallt vel um áður en smellt er á hlekki í tölvupósti og fá jafnvel staðfestingu frá viðkomandi sendanda að hann hafi í raun sent viðkomandi skeyti. Hið sama á við um mikilvægi þess að sækja hugbúnað aðeins frá aðilum sem þú treystir.

„Þetta undirstrikar einnig mikilvægi þess að eiga ætíð afrit af öllum mikilvægum gögnum og geyma þau utan tölvukerfisins. Þannig þarf ekki að verða við kröfum glæpamanna heldur er hægt að endurstilla tölvukerfið og setja það aftur í það horf sem það var áður en óværunni var hleypt inn.“

mbl.is

Innlent »

Íslendingar alltaf að hugsa um vinnuna

09:16 Það skiptir miklu máli að við sköpum samfélag með jafnvægi milli heimilis og vinnustaðar, þar sem fólk getur lifað af launum sínum, sinnt fjölskyldu sinni og haft sín áhugamál. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á ráðstefnu um vellíðan á vinnustað á vegum Hagvangs í dag. Meira »

Á að byggja á mati fjölmiðlamanna

08:22 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að almennt sé afstaða félagsins sú að það eigi að vera mat fjölmiðlamanna hvað varði almenning. Meira »

Þrýstingur á vegabætur

08:18 Það dró úr meðalfjölda ferða fólks út fyrir búsetusvæði á liðnu sumri, miðað við fyrri kannanir. Þetta átti sérstaklega við um höfuðborgarsvæðið og er spurning hvort rigningin hafði þessi áhrif. Meira »

Banaslysum barna hefur fjölgað

07:57 Tíu einstaklingar á aldrinum 0-16 ára létust í umferðinni á tímabilinu 2013-2017, samanborið við aðeins tvo á árunum 2008-2011. Meira »

Góða veðrið nýtt til hins ýtrasta í malbikuninni

07:37 Malbikunarhópur greip tækifærið sem gafst með þurra veðrinu í gær og malbikaði þennan vegspotta í Breiðholtinu.   Meira »

Malbikað á Vesturlandsvegi

07:32 Stefnt er að því að malbika hægri akrein á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ, á milli hringtorga við Álafossveg og Reykjaveg.  Meira »

Kveikt í strætóskýli

06:55 Kveikt var í strætóskýli við Ártúnsbrekku í gærkvöldi en greiðlega gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mjög mikið hefur verið um sjúkraflutninga. Meira »

Vélarvana norður af Húnaflóa

06:44 Björgunarbátur er á leiðinni til þess að aðstoða áhöfn vélarvana báts norður af Húnaflóa. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er engin hætta á ferðum. Meira »

Hangir þurr víða

06:28 Útlit er fyrir hægan vind á landinu í dag. Það ætti að verða þurrt nokkuð víða en þó ber að nefna að úrkomusvæði lónar yfir syðsta hluta landsins og gefur einhverja rigningu eða slyddu með köflum á þeim slóðum. Meira »

Stórir skjálftar við Bárðarbungu

05:50 Rétt eftir miðnætti mældust tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu af stærð 3,3 og 3,5. Engin merki eru um gosóróa að sögn sérfræðings á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

53% aukning í ráðgjöf um síldarafla

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 53% aukningu afla úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES. Meira »

Vertíðinni lauk í gærkvöldi

05:30 Síðasta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík snemma í gærmorgun. Er um að ræða skipið Ocean Dream, sem er 35.265 brúttótonn, og lagðist það að Skarfabakka, en skipið lét úr höfn í gærkvöldi. Skemmtiferðaskip þetta tekur nokkuð yfir 1.000 farþega og eru í áhöfn rúmlega 500 manns. Meira »

Ferðatíminn hefur lengst

05:30 Meðaltími ferða milli heimilis og vinnu á höfuðborgarsvæðinu hefur lengst síðasta áratuginn. Hann var níu og hálf mínúta 2007 en var kominn í rúmar 14 mínútur sumarið 2018. Meira »

Ríkið sýknað í máli spilafíkils

05:30 Íslenska ríkið var á föstudag sýknað af tæplega 77 milljóna króna skaðabótakröfu Guðlaugs Jakobs Karlssonar.  Meira »

Flestir sóttu um hæli í september

05:30 Alls sóttu 98 manns um alþjóðlega vernd hér á landi í september síðastliðnum og er það mesti fjöldi hælisumsókna á einum mánuði það sem af er þessu ári. Meira »

Endurskoða þarf reglur um skýrslutökur

05:30 Nauðsynlegt er að fara í heildarendurskoðun á þeim reglum sem gilda um skýrslutöku á sakborningum og vitnum með það fyrir augum að bæta réttarstöðu fatlaðs fólks. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

Víða hált á vegum landsins

Í gær, 22:07 Hálkublettir eru suðvestanlands á Hellisheiði, Mosfellsheiði og á Kjósarskarði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu er að segja um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði vestanlands. Meira »

40 íslenskir hestar niður Strikið

Í gær, 21:45 Fjörutíu íslenskir hestar fóru um stræti Kaupmannahafnar í gær, í tilefni af 50 ára afmæli Íslandshestasamtakanna í Danmörku. Meira »
Nudd - Rafbekkkur 193.000 Tilboð:179.000 út okt
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 193.000 Tilboð:179.000 út okt Lyftir 204 kg...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...