100% hækkun á aukastundum í bílahúsum

Heiðar Kristjánsson

Bílastæðanefnd samþykkti á fundi sínum á föstudag að hækka gjaldskrá í bílahúsum bílastæðasjóðs og stækka gjaldsvæði 1. Tillögurnar eiga enn eftir að fara fyrir Borgarráð sem tekur endanlega ákvörðun um breytingarnar en ekki er ólíklegt að af þeim verði innan fárra mánaða.

Í skammtímastæðum í Kolaporti, á Vesturgötu, í Ráðhúsi og í Traðarkoti mun fyrsta klukkustundin kosta 150 krónur og fyrir hverja klukkustund að henni liðinni bætast við 100 krónur. Verðið nú er 80 krónur fyrir þá fyrstu og 50 krónur fyrir hverja klukkustund sem fylgir. Því er um 100% hækkun að ræða fyrir aukaklukkustundirnar og 87,5% hækkun fyrir þá fyrstu.

Mánaðargjald hækkar 

Mánaðargjald fyrir langtímastæði í öllum bílahúsum Bílastæðasjóðs hækkar einnig.

Mest verður hækkunin í Ráðhúskjallaranum og Vesturgötu en þar hækkar verðið um 1.300 krónur. Verð á neðri hæð Bergstaða hækkaði um 1.100 krónur en verðið á efri hæðinni hækkaði um 700 krónur. Þá var 800 króna hækkun í Kolaportinu og Traðarkoti en einnig var 700 króna hækkun í Stjörnuporti. Gjaldskrá í langtímastæði verður því framvegis sem hér segir.

Bergstaðir efri hæð kr. 6.300
Bergstaðir neðri hæð kr. 9.900
Kolaport kr. 7.200
Ráðhús kr. 11.900
Stjörnuport kr. 6.300
Traðarkot kr. 7.200
Vesturgata kr. 11.200
Vitatorg kr. 4.500

Í rökstuðningi Kolbrúnar Jónatansdóttur á gjaldskrárbreytingartillögunni sem lögð var fyrir bílastæðanefnd segir að bílahúsin hafi lengi verið rekin með tapi.

„Gjaldskrá bílahúsanna vegna skammtímastæða hefur verið óbreytt í rúm 13 ár og tap hefur verið á rekstri bílahúsa sjóðsins árum sama. Tapið hefur dregist lítillega saman með hagræðingu og betri nýtingu á skammtímastæðum,“ segir í rökstuðningnum.

Gjaldsvæði 1 breiðir úr sér

Gjaldsvæði 1 mun stækka umtalsvert og verður framvegis afmarkað af Hverfisgötu, Rauðarárstíg, Grettisgötu, Klapparstíg og Skólavörðustíg. Amtmannsstíg, Lækjargötu, Vonarstræti, Tjarnargötu, Kirkjustræti, Aðalstræti, Vesturgötu, Grófin, Tryggvagötu og Geirsgötu. Þá verður Túngata gjaldsvæði 1 frá Aðalstræti upp að Garðastræti.

„Eftir því sem almenn gjaldskylda breiðist út er meiri eftirspurn eftir bílastæðum sem eru næst gjaldsvæði 1. Markmiðið með breytingunni er að beina langtímanotendum bílastæða við götukanta á ódýrari svæði við jaðar miðborgarinnar. Breyting þessi hefur ekki áhrif á handhafa íbúakorta,“ segir í rökstuðningi framkvæmdastjóra.

Rauði og brúni liturinn sýnir hvernig gjaldsvæði 1 liggur nú ...
Rauði og brúni liturinn sýnir hvernig gjaldsvæði 1 liggur nú en sá bleiki sýnir hvernig það mun líta út eftir breytinguna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Reglur settar um álaveiðar

Í gær, 20:19 Ráðherra getur með reglugerð sett reglur um álaveiðar, m.a. um að banna eða takmarka álaveiðar um allt land eða á tilteknum svæðum ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar. Þetta segir í frumvarpi til laga um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lagði fram. Meira »

Norðurljós og rafiðnaður

Í gær, 20:04 Þrír nemar á fjórða og síðasta ári í raftækniskóla í Hollandi eru í fjórðu og síðustu vinnuvikunni hjá rafverktakafyrirtækinu Rafholti í Kópavogi í samvinnu við Raftækniskólann og fara héðan reynslunni ríkari um helgina. „Þetta hefur verið frábært í alla staði,“ segir Matteüs Abdalla, einn Hollendinganna. Meira »

Allt á floti á flugvellinum

Í gær, 19:45 Það var ekki fögur sjón sem blasti við starfsmönnum flugvallarþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Ís og krapi stíflaði niðurföllin á flugbrautum alveg við Leifsstöð sem varð til þess að flugbrautin fylltist af vatni. Meira »

Öryggisvörður einn hinna handteknu

Í gær, 19:31 Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknar á þremur innbrotum í gagnver í desember og janúar. Einn þeirra er starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar. Meira »

Fjölgun lána ÍLS á Norðurlandi vestra

Í gær, 19:22 Íbúðalánasjóður (ÍLS) veitti færri lán með veði í íbúðarhúsnæði alls staðar á landinu milli 2016 og 2017 nema á Norðurlandi vestra og í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hlutfall lána með veði í íbúðarhúsnæði. Meira »

Boðar lækkun veiðigjalda

Í gær, 18:38 Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, boðar endurskoðun veiðigjalda og segir undirbúning þess hafinn í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Meira »

Stór áfangi að leiðrétta „rangláta dóma“

Í gær, 18:26 Lögmenn Al­berts Kla­hn Skafta­sonar, Kristjáns Viðars Júlí­us­sonar og Tryggva Rúnars Leifssonar eru allir ánægðir með kröfu setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um að þeir verði sýknaðir. Meira »

Hæfileikabúnt hjá Verslunarskólanum

Í gær, 18:40 Verslunarskóli Íslands sýnir söngleikinn Framleiðendurnir í Háskólabíói. Sýningin er metnaðarfull og öllu til tjaldað. Söngleikurinn fjallar um framleiðenda og endurskoðanda sem ákveða að setja upp versta söngleik í sögu Broadway. Meira »

Slökkviliðið sinnt um 40 verkefnum

Í gær, 18:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Alls hefur slökkviliðið sinnt um fjörutíu verkefnum í dag, en kalla þurfti út aukaliðsstyrk vegna anna. Meira »

Dæmdir fyrir 100 milljóna skattsvik

Í gær, 18:20 Héraðsdómur dæmdi í gær tvo karlmenn, Örn Björnsson og Kristján Ólason, í 14 og 15 mánaða fangelsi fyrir meiri háttar brot á skattalögum upp á samtals tæplega 100 milljónir króna. Brotin tengjast rekstri einkahlutafélagsins Endurbætur. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
Heimavík
...
 
Formannskjör
Fundir - mannfagnaðir
Formannskjör í Sjúkraliðafélagi Ísla...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...