Handboltakonur björguðu lífi

Anna Úrsúla ásamt Guðmundi Helga.
Anna Úrsúla ásamt Guðmundi Helga. mbl.is/Júlíus

Handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er skyndihjálparmaður ársins, en verðlaunin voru veitt í dag á 112 deginum. Úrsúla, ásamt liðsfélögum sínum í Val, bjargaði lífi manns sem hné niður í Valsheimilinu síðasta vor. 

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land í dag, og af því tilefni var athöfn í Björgunarmiðstöðinni við Skógahlíð þar sem veitt voru ýmis verðlaun og viðurkenningar. 

Skyndihjálparmaður Rauða krossins var útnefndur og ungum innhringjanda í 112 var veitt sérstök viðurkenning sem og Neyðarmanni ársins. Að auki voru börnum afhentar viðurkenningar í eldvarnagetraun sem er hluti eldvarnarátaks Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Jafnframt tóku Dr. Gunni, Friðrik Dór og Viðbragðssveitin 112 lagið, en sveitina skipa Sigurbergur Kárason, svæfingalæknir á Landspítalanum, Ævar Aðalsteinsson,björgunarsveitamaður í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Örvar Aðalsteinsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Námskeiðið skipti sköpum

Skyndihjálparmaður Rauða krossins að þessu sinni er handboltakonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir. Var hún verðlaunuð fyrir skjót viðbrögð er Guðmundur Helgi Magnússon, hné niður í Valsheimilinu síðasta vor.

„Ég hef farið á skyndihjálparnámskeið, ég vinn hjá Eimskip og þau þar eru rosalega dugleg að halda þannig fyrir starfsfólkið,“ segir Anna Úrsúla í samtali við mbl.is. „Það hjálpaði svo sannarlega í þessum aðstæðum.“

Við athöfnina í dag sagði Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi frá því hvernig Anna Úrsúla stökk upp til mannsins er hann hneig niður. Sagði hann að hún hafi klifrað yfir pallanna „sem voru eins og bjarg“.

Voru rólegar og unnu kerfisbundið

- En hvað hugsaði Anna Úrsúla þegar hún sá manninn hníga niður? 

„Ég hugsaði fyrst að hann hlyti að hafa bara dottið og meitt sig. En svo kom hann ekkert upp aftur nokkrum sekúndum síðan þannig ég skaust þarna upp til að sjá hvað var í gangi. Í raun og veru sá ég strax hvað ég gat gert til þess að láta honum líða betur. Það blæddi rosalega mikið úr höfðinu á honum og ég reyndi að skorða hann. Svo kallaði ég á stelpurnar því ég vissi að ég gæti ekki stundað lífgunartilraunir ein og við hjálpuðumst að.“

Anna Úrsúla segir að hópurinn hafi verið yfirvegaður og að það hafi hjálpað til. „Við vorum bara mjög rólegar og unnum kerfisbundið í því sem við vorum að gera.“

Aðspurð hvort að henni finnist mikilvægt að fólk fari á skyndihjálparnámskeið svarar Anna Úrsúla því játandi. „Já, ég tel að það sé mikilvægt. Það sannar sig í atvikum eins og þessu, við vorum nokkrar í hópnum sem höfðu farið. Mér finnst þetta mikilvægur grunnur.“

Anna Úrsúla hrósar einnig hjartastuðstæki sem var á svæðinu sem liðsfélagi hennar, Rebekka Rut Skúladóttir notaði á manninn. 

„Þetta tæki er alveg ótrúlegt. Mér finnst að það ætti að vera sýnilegra í sundlaugum og íþróttahúsum því þetta er snilldartæki. Það gerði bara allt fyrir okkur.“

Góð tilfinning og mikill heiður

Neyðarlínan útnefndi í dag Guðjón Hólm Gunnarsson sem Neyðarvörð ársins. Eru þau verðlaun valinn af þeim sem starfa við Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. 

Guðjón hefur starfað hjá Björgunarmiðstöðinni í tæp níu ár. Hann segir að starfið sé mjög gefandi. 

„Það var svona ákveðinn draumur í æsku að vinna við eitthvað svona. Þetta er mjög gefandi starf. Maður væri nú varla búinn að vera í þessu í níu ár nema maður hefði áhuga og fyndist þetta gefandi,“ segir Guðjón.  

„En að fá þessa viðurkenningu er mjög góð tilfinning og mikill heiður.“

Hinn 13 ára gamli Jason Ýmir Jónasson hlaut einnig viðurkenningu í dag en hann sá konu falla í götuna í óveðri og fótbrotna í óveðri í desember. Hann fór út og sinnti konunni, hringdi eftir aðstoð og hlúði að henni þar til sjúkralið mætti á staðinn. Mbl.is heimsótti hann í dag og viðtal við hann má sjá hér. 

Börnum voru afhentar viðurkenningar í eldvarnagetraun sem er hluti eldvarnarátaks ...
Börnum voru afhentar viðurkenningar í eldvarnagetraun sem er hluti eldvarnarátaks Landsambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. mbl.is/Júlíus
Guðjón Hólm Gunnarsson er Neyðarvörður ársins.
Guðjón Hólm Gunnarsson er Neyðarvörður ársins. mbl.is/Júlíus
Jasoni Ými Jónasssyni úr Setbergsskóla í Hafnarfirði var veitt viðurkenning.
Jasoni Ými Jónasssyni úr Setbergsskóla í Hafnarfirði var veitt viðurkenning. mbl.is/Júlíus
mbl.is/Júlíus
mbl.is

Innlent »

Met slegið í orkupakkaumræðunni

08:56 Met var slegið á Alþingi í morgun fyrir þann þingfund sem staðið hefur lengst fram á morgun, en þingmenn Miðflokksins héldu þar áfram umræðu um þriðja orkupakkann þar til hlé var gert á þingfundi klukkan 9.04. Þingfundur hófst í gær klukkan 15.30 og stóð umræðan því yfir í tæpar 16 klukkustundir. Meira »

Gæslan með í plokkinu

08:38 Mikill fjöldi landsmanna hefur undanfarið verið öflugur við að hreinsa rusl víða um land. Ruslið leynist þó ekki bara á landi, því Landhelgisgæslan greinir frá því á Facebook-síðu sinni í dag að varðskipið Þór hafi i í vikunni brugðist við tilkynningu um rekald á sjó vestan við Sandgerði. Meira »

Í einum rykk til Patreksfjarðar

08:18 Breski siglingakappinn Andrew Bedwell sigldi smáskútu sinni, 241 Blue One, í einum áfanga frá Neskaupstað til Patreksfjarðar. Leið hans lá nokkuð langt norður fyrir landið og síðan suður með Vestfjörðum. Meira »

Nettó í Lágmúlann

08:02 Nettó opnar nýja lágvöruverðsverslun í Lágmúla 9 í dag og verða umhverfismál í forgrunni í versluninni.  Meira »

Kringlan plastpokalaus 2020

07:57 Verslunarmiðstöðin Kringlan ætlar að vera plastpokalaus árið 2020 og verslunum Kringlunnar verður þá eingöngu heimilt að bjóða viðskiptavinum sínum upp á umhverfisvæna poka. Meira »

Miðflokksþingmenn enn í pontu

07:15 Þingmenn Miðflokksins hafa skipst á að flytja ræður á Alþingi í alla nótt og eru enn að. Ekki liggur fyrir hvenær þingfundi lýkur en umræðuefnið er þriðji orkupakkinn líkt og undanfarnar nætur. Meira »

Kyrrsetning varir lengur en talið var

07:04 Ekki liggur ljóst fyrir hvenær hægt verður að aflétta kyrrsetningu á Boeing 737 MAX þotunum sem hafa verið kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Eftir að tilkynnt var um þetta í gær sendi Icelandair frá sér tilkynningu um að útlit sé fyrir að kyrrsetningin muni vara lengur en gert var ráð fyrir. Meira »

Svipað veður og undanfarið

06:47 Í dag er útlit fyrir hæga norðlæga eða breytilega átt. Svipað veður og hefur verið. Skýjað og súld fyrir austan, bjart að mestu á Norður- og Vesturlandi og skúrir sunnan til. Mögulega verða einhverjar hellidembur í uppsveitum sunnanlands og á hálendinu í dag. Meira »

Sorg sem hverfur aldrei

06:36 Foreldrar sem missa barn í sjálfsvígi ganga í gegnum gífurlega langvinnt sorgarferli og vanlíðanin er bæði andleg og líkamleg. Á sama tíma fer ekkert formlegt ferli af stað í heilbrigðiskerfinu sem grípur foreldrana sem glíma við djúpa sorg, sorg sem ekki hverfur og verður alltaf til staðar. Meira »

18 ára á 177 km hraða

05:57 Lögreglan stöðvaði bifreið á Kringlumýrarbraut um miðnætti eftir að hafa mælt bifreiðina á 177 km hraða. Ökumaðurinn er aðeins 18 ára og var hann færður á lögreglustöð þar sem mál hans var afgreitt og hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Meira »

Óljóst um arftaka Álfsness

05:30 Það stefnir í alvarlegt ástand hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu ef ekki finnst lausn á því hvaða förgunarúrræði tekur við af urðunarstaðnum í Álfsnesi, verði hann tekinn úr notkun í lok árs 2020 eins og samkomulag eigenda Sorpu kveður á um. Meira »

Hvassahraun besti kostur

05:30 Hvassahraun er ekki eini raunhæfi kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll, að sögn Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Athuganir hingað til bendi hins vegar til þess að það sé besti kosturinn. Meira »

Fleiri fara um Víkurskarð en áætlað var

05:30 Tæplega níu af hverjum tíu bílum fóru um Vaðlaheiðargöng í vetur, eftir opnun þeirra, og rúmlega einn af hverju tíu fór um Víkurskarð. Meira »

Íslandsvinur verðlaunaður á Spáni

05:30 Bandaríski rithöfundurinn Siri Hustvedt hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Asturias á Spáni á dögunum fyrir höfundarverk sitt. Meira »

Formaður bæjarráðs á móti borgarlínu

05:30 „Ég vil draga strik í sandinn. Það hefur verið fjallað um þetta mál og því mjakað áfram hægt og rólega. Það var skýrt í síðustu kosningum að við ætluðum ekki að taka þátt í þessu verkefni nema allt væri uppi á borðinu. Því miður er enn ekki allt komið upp á borðið.“ Meira »

Sigurboginn hættir

05:30 Verslunin Sigurboginn á horni Laugavegar og Barónsstígs heyrir senn sögunni til, en eftir er að taka ákvörðun um framtíð netverslunar fyrirtækisins. Meira »

Icelandair fellir niður fleiri flug

05:30 Flugfélagið Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína fyrir seinni hluta sumarsins vegna þess að útlit er fyrir að kyrrsetning Boeing 737 MAX flugvéla félagsins muni vara lengur en áður var áætlað. Meira »

Hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi

Í gær, 23:47 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í dag þátt í ráðstefnu um viðskipti á norðurslóðum sem haldin var í sendiráði Íslands í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Páll Sveinsson hitti erlendu Þristana

Í gær, 23:10 Fimm Þristar, flugvélar af gerðinni Douglas DC-3 og Douglas C-47, lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag á leið sinni til Frakklands í tilefni af því að 75 ár eru frá innrásinni í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. Íslenski Þristurinn, Páll Sveinsson, tók meðal annarra á móti gestunum. Meira »
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
LOFTDÆLA
Til sölu loftdæla verð kr. 30.000. Upplýsingar í síma 6990930...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...