Neytendastofa er hlynnt hugmynd um breytt lög

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að það sé mjög gott mál og nauðsynlegt ef Neytendastofu verði veittur meiri aðgangur að eftirliti með framkvæmd laga sem varða neytendur.

Sama sé hvort það sé gert með því að breyta lögum um neytendalán, samningalögum eða lögum um óréttmæta viðskiptahætti, þannig að eftirlit Neytendastofu, með starfsemi smálánafyrirtækja, svo dæmi sé tekið, verði aukið.

Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, lýsti því í samtali við Sunnudagsmoggann í fyrradag að nefndin væri að skoða hvort rétt væri að setja inn sérstakt ákvæði í samningalög um að Neytendastofa bæri ábyrgð á og fylgdist með framkvæmd laga, sem tækju m.a. til einstaklinga, sem hefðu tekið lán hjá smálánafyrirtækjum, með það fyrir augum að auka neytendavernd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert