Íslensku tónlistarverðlaunin í beinni

Mikið er um dýrðir í Hörpu í kvöld en Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent þar. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni en fylgst verður grannt með úrslitum verðlaunanna hér á mbl.is. 

Hér fyrir neðan má sjá sigurvegara í hverjum flokki á hátíðinni og verður fréttin uppfærð reglulega eftir því sem þau eru afhent.

Popp og rokk

Lag ársins í poppi: Color Decay eftir Unnar Gísla Sigurmundarson í flutningi Júníusar Meyvant

Lag ársins í rokki: Peacemaker með Mono Town

Tónlistarflytjandi ársins: Skálmöld

Söngkona ársins: Salka Sól Eyfeld (AmabAdamA)

Söngvari ársins: Valdimar Guðmundsson

Tónlistarviðburður ársins: Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Lagahöfundur: Svavar Pétur Eysteinsson (Prins Póló)

Textahöfundur: Snæbjörn Ragnarsson (Skálmöld)

Bjartasta vonin: Júníus Meyvant

Nýliðaplata ársins: n1 með Young Karin

Plata ársins - Rokk: In The Eye Of The Storm - Mono Town

Plata ársins - Popp: Sorrí - Prins Póló

Djass og blús

Tónhöfundur ársins: Stefán S. Stefánsson fyrir verkin á plötunni Íslendingur í Alhambrahöll

Tónlistarflytjandi ársins: Sigurður Flosason

Tónlistarviðburður ársins: Jazzhátíð Reykjavíkur

Tónverk ársins: Sveðjan eftir ADHD af plötunni ADHD5

Bjartasta vonin: Anna Gréta Sigurðardóttir píanóleikari og lagasmiður

Plata ársins: Íslendingur í Alhambrahöll - Stórsveit Reykjavíkur

Sígild og samtímatónlist

Söngvari ársins: Elmar Gilbertsson

Söngkona ársins: Hanna Dóra Sturludóttir

Tónlistarflytjandi ársins: Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónhöfundur ársins: Daníel Bjarnason fyrir verkin Blow Bright og Ek ken di nag

Tónlistarviðburður ársins: Sumartónleikar Skálholtskirkju

Tónverk ársins: Ek ken di nag eftir Daníel Bjarnason

Bjartasta vonin: Oddur Arnþór Jónsson, barritónsöngvari

Plata ársins: Fantasíur fyrir einleiksfiðlur eftir G.P. Telemann - Elfa Rún Kristinsdóttir

Opinn flokkur

Plötuumslag ársins
Kippi Kanínus Temperaments
Hönnuðir: Ingibjörg Birgisdóttir og Orri Jónsson

Upptökustjóri ársins
Jóhann Jóhannsson fyrir „The Theory Of Everything“

Myndband ársins
Úlfur Úlfur Tarantúlur
Leikstjóri: Magnús Leifsson

Útflutningsverðlaun Icelandair

Hljómsveitin Samaris

mbl.is