Sæstrengir lagðir milli æ fleiri landa

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á meðan íslensk stjórnvöld eru að velta sæstreng til Bretlands fyrir sér þá eru Norðmenn komnir æði langt í sínum sæstrengsmálum. Fyrir eru þeir með þrjá strengi milli Noregs og Danmerkur og nýverið tilkynntu þeir samning við Þjóðverja um nýjan 500 km langan sæstreng á milli Noregs og Þýskalands sem ætlunin er að verði kominn í gagnið árið 2020. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að strengurinn yrði tilbúinn 2018. Flutningsgeta strengsins yrði um 1.400 MW.

Það eru Statnett (Landsnetið norska), TenneT og KfW Bank sem gera samninginn en um er að ræða fjárfestingu upp á allt að tvo milljarða evra, jafnvirði um 300 milljarða króna. Statnett er einnig með áform um sæstreng til Bretlands, í samstarfi við National Grid, sem yrði ríflega 700 km langur og tilbúinn árið 2020. Jafnframt áformar Statnett fjórða strenginn til Danmerkur, Skagerrak 4, í samvinnu við Energinet. Flutningsgeta strengjanna þriggja sem fyrir eru er um 1.000 MW en fer í 1.700 MW með nýja strengnum.

Bretar áhugasamir

Sem kunnugt er hafa hugmyndir verið uppi um að leggja sæstreng til að flytja raforku á milli Íslands og Bretlands, með flutningsgetu upp á 700-900MW. Sérstök verkefnisstjórn hóf nýverið störf við að kanna hagkvæmni á slíkum streng en í skýrslu ráðgjafahóps til iðnaðarráðherra árið 2013 var mælt með því að skoða málið frekar og kanna þjóðhagslega hagkvæmni sæstrengs. Hafa Bretar sýnt þessu mikinn áhuga en Viðskiptablaðið greindi frá því í vikunni að breski orkumálaráðherrann hefði sent Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bréf í janúar sl. og óskað eftir fundi um lagningu sæstrengs. Ekki er vitað hvenær sá fundur fer fram en stefnt er að því að ljúka hagkvæmniathugun á þessu ári.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir vissulega margt að gerast í sæstrengsmálum í Evrópu í dag, sér í lagi hjá Norðmönnum. „Reynsla Norðmanna af sæstrengjum er orðin mjög löng og þeir virðast hafa markað sér mjög skýra stefnu í að nýta þessi tækifæri. Norðmenn hafa jafnframt verið mjög farsælir í að þróa sína auðlindastefnu,“ segir hann.

Aðspurður segir Hörður enga hættu á að Íslendingar dragist aftur úr, eftir því sem fleiri sæstrengir verði lagðir. Þetta sé bara byrjunin á því að raforkukerfi í heiminum muni tengjast meira sín á milli. Að því sé mikið hagræði, þannig náist aukin verðmætasköpun, aukið orkuöryggi og bætt nýting auðlinda.

Bendir Hörður á að fjölmörg önnur ríki í Evrópu séu að skoða tengingar við önnur lönd, eins og Danir, Svíar, Írar, Frakkar og Spánverjar. Þessi ríki horfi mjög til Bretlands og þeirra tækifæra sem þar séu. Fyrirsjáanlegt er að Bretar þurfa að gera mikið átak í sínum raforkumálum og auka sitt orkuöryggi.

Spurður hvenær hann sjái fyrir sér að sæstrengur til Bretlands muni líta dagsins ljós segir Hörður að það sé alfarið undir Íslendingum komið. „Tæknilega séð er þetta hægt en það er bara ákvörðun Íslendinga hvenær við viljum nýta okkur þetta einstaka tækifæri. Boltinn er hjá stjórnvöldum,“ segir Hörður.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sólveig bæjarlistamaður Seltjarnarness

10:43 Sólveig Pálsdóttir var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnaness 2019 við hátíðlega athöfn á bókasafni Seltjarnarness í gær. Þetta er í 23. sinn sem bæjarlistamaður Seltjarnarness er útnefndur en í fyrsta sinn sem rithöfundur hlýtur þennan heiður. Meira »

Mikið traust nemenda til kennara

09:50 Um 90% nemenda líður vel og flestir bera mikið traust til kennara, samkvæmt rannsókn um líðan grunnskólanema. Menntamálaráðherra segir ánægjulegt að sjá hve mikið traust nemendur beri til kennara sinna. Meira »

Ég er aftur lifandi!

09:30 Hjördís Árnadóttir vaknaði slöpp að morgni 17. júní 2011 og um kvöldið var henni vart hugað líf. Meinið var svæsin sýklasótt út frá sýkingu í eggjastokk sem þurfti að fjarlægja. Leiðin til heilsu var löng og ströng og 2 mánuðum eftir áfallið þurfti að fjarlægja báða fætur neðan við miðjan sköflung. Meira »

Átta ofurhlauparar í Hong Kong

08:47 Átta Íslendingar, fimm karlar og þrjár konur, taka þátt í Hong Kong ultra-hlaupinu sem hófst í nótt en það er 103 km fjallahlaup með um 5.400 m hækkun. Meira »

Auka öryggi í Fljótavík

08:18 Umhverfisstofnun hefur gefið leyfi til að komið verði upp lendingaraðstöðu í Fljótavík innan Hornstrandafriðlandsins.  Meira »

Huga að gerð varnargarðs við Vík

07:57 Varnargarður við Víkurklett austan við Vík í Mýrdal, vegna hugsanlegs Kötluhlaups, var á dagskrá ríkisstjórnarinnar í gær. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra kynnti málið. Meira »

Mikil hálka á Akureyri

07:43 Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vara fólk við mikilli hálku á gangstígum og götum á Akureyri en þar er hitastigið komið upp fyrir frostmark. Vegagerðin varar einnig við hálku víða á landinu. Meira »

Mikið leitað um Ísland á Google

07:37 Áhugi á Íslandi fer stöðugt vaxandi, ef marka má fjölda leita á vefsvæðinu Google. Alls var þar leitað 27 milljón sinnum að hótelum og gistingu á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Kalt loft þvingar sér yfir landið

07:19 Nú í morgunsárið nálgast kuldaskil landið úr vestri. Þessi skil eru afskaplega skörp og um miðjan morgun kemur mun kaldara loft til okkar, fyrst á vestanverðu landinu. Þetta kalda loft þvingar sér yfir landið til austurs og mun því hlýna alls staðar áður en kólnar aftur. Meira »

Segir sögurnar uppspuna

06:42 Jón Baldvin Hannibalsson segir sögur um hann eiga það meðal annars sameiginlegt að vera ýmist hreinn uppspuni eða þvílík skrumskæling á veruleikanum, að sannleikurinn er óþekkjanlegur. Sannleikurinn er því nú þegar fyrsta fórnarlambið í þessu leikriti, segir hann í yfirlýsingu. Meira »

Ágreiningur um vinnutíma

05:30 Efling hafnaði í gær tillögum Samtaka atvinnulífsins (SA) um breytingar á vinnutíma og útreikningi launa. Þær ganga út á að víkka ramma dagvinnutímans og geta stytt vinnutíma með því að taka kaffitíma úr launuðum vinnutíma. Meira »

Ekki ástæða fyrir frekari veikingu

05:30 Engin sérstök ástæða er til að búast við meiri veikingu íslensku krónunnar, að mati Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Meira »

Fleiri duftker jarðsett en kistur

05:30 Þeim fjölgar sífellt sem kjósa bálför í stað hefðbundinnar útfarar. Í fyrra voru í fyrsta sinn fleiri duftker jarðsett hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma en hefðbundnar kistur. Meira »

Of víðtæk friðlýsing

05:30 Orkustofnun telur að útmörk á fyrirhuguðu friðlýstu svæði á Reykjatorfunni fyrir ofan Hveragerði séu algerlega óraunhæf og svæðið of víðtækt í og kringum Reykjadal, að teknu tilliti til varmaorkuhagsmuna íbúa í Hveragerði og Ölfusi, nema að ætlunin sé að setja því sérstaka friðlýsingarskilmála er leyfðu orkurannsóknir og sjálfbæra orkuvinnslu innan þess svæðis. Meira »

Slökkti á símanum

05:30 „Ég æfi mikið íþróttir, crossfit og handbolta, og þar af leiðandi skiptir svefn mig miklu máli. Ég var áður að fá of lítinn svefn og tengi það við að ég var í símanum á kvöldin.“ Meira »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterkbyggðu HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Mex byggi...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...