Ofsóttar mæður flýja til Færeyja

Viðmælandi mbl.is vill ekki koma fram undir nafni þar sem ...
Viðmælandi mbl.is vill ekki koma fram undir nafni þar sem hún vill ekki að barnsfaðir hennar telji sig hafa aukið tilefni til ofbeldis eða ofsókna. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Danskar mæður flýja í síauknum mæli með börn sín til Færeyja vegna meingallaðra danskra laga um forræði. Í samtali við mbl.is segir ein þeirra karlréttindahreyfinguna Foreningen Far eiga nokkra sök í máli og að hún telji brýnt að koma í veg fyrir að slíkar hreyfingar skjóti rótum víðar, til að mynda á Íslandi. Lögin hafa snert foreldra af ýmsum þjóðernum sem búsettir eru í Danmörku og meðal þeirra má nefna íslenska móður sem í fyrra fékk 18 mánaða fangelsisdóm fyrir að nema börn sín á brott frá landinu. Viðmælandi mbl.is vill ekki koma fram undir nafni þar sem hún vill ekki að barnsfaðir hennar telji sig hafa aukið tilefni til ofbeldis eða ofsókna.

Stuðningsnet fyrir ofsótta foreldra

Í síðustu viku greindi færeyska dagblaðið Dimmalætting frá því að landstjórnin ynni nú að því að taka upp dönsku forræðislögin sem sett voru 2012 þrátt fyrir að síðan þá hefði komið í ljós að þau væru ónothæf.

Viðmælandi mbl.is er meðlimur í dönsku stuðningsneti fyrir foreldra sem hafa sætt ofsóknum af hálfu fyrrverandi maka. Meirihluti meðlima stuðningsnetsins er konur en eins hafa karlar leitað á náðir þess. Viðmælandi mbl.is segir netið nú samanstanda af yfir 170 einstaklingum en  á tímabili hafi annað net sem hún var virk í innihaldið hátt í 500 meðlimi. Það net sprakk þegar ofbeldismanni tókst að lauma sér inn á meðal fórnarlambanna og segir konan það hafa tekið dágóðan tíma að byggja tengslin aftur upp á ný og að umsjónarmenn nýja stuðningsnetsins séu afar varkárir.

„Þetta eru foreldrar sem lenda milli steins og sleggju vegna þeirra laga sem vernda ekki foreldra og börn sem beitt eru ofbeldi. Í augnablikinu erum við að vinna að því að koma í veg fyrir að sömu lög verði tekin upp í Færeyjum enda hafa þau einna helst komið niður á börnunum og orðið til þess að mæður hafi verið fangelsaðar fyrir það eitt að reyna að vernda þau,“ segir konan.

 „Í dönsku forræðislögunum stendur aftur og aftur að það eigi að gera það sem er best fyrir börnin en í greinargerð laganna kemur fram að það besta fyrir börnin sé alltaf að vera í sambandi við báða foreldra,“ heldur hún áfram. „Þannig gengur andi laganna út á að tryggja þessi samskipti sem þýðir að ef maður kemur í veg fyrir að foreldri fái að hitta barnið sitt er það metið eins slæmt og að barnið búi við ofbeldi jafnvel þegar ástæðan fyrir því fyrrnefnda er hið síðarnefnda. Og það er þrátt fyrir allt mun auðveldara að sanna að barninu sé haldið frá foreldri heldur en að sanna ofbeldi.“

Í umfjöllun Dimmalætting segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi ávítt Danmörku vegna þessarar áherslu í lögunum enda séu þau ekki í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem öryggi barnanna er í forgangi.

Missa forræðið í fríi

Aðspurð segir konan lögin hafa haft mikil áhrif á mál fyrrnefndrar íslenskrar móður. Samkvæmt því sem komið hefur fram í íslenskum og dönskum fjölmiðlum missti konan forræði yfir þremur dætrum sínum í Danmörku árið 2012 og flúði í kjölfarið með þær til Íslands. Ástæða forræðismissisins var sú að hún hafði áður flúið með börnin út fyrir Danmörku árið 2010 þegar hún og maðurinn höfðu sameiginlegt forræði en konan hefur sakað barnsföður sinn um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum þeirra.

Í september 2013, rúmu ári eftir að dætur hennar voru fyrst teknar af henni á Íslandi og sendar til Danmerkur flúði hún í annað skipti með þær til landsins. Konan var að lokum framseld til Danmerkur og dæmd í 18 mánaða fangelsi fyrir að nema stúlkurnar á brott.

„Eins og ég skil það þá gerðist það sama með hana og gerist með margar danskar mæður, þær þekkja ekki lögin,“ segir viðmælandi mbl.is.

 „Í fyrsta lagi má maður ekki fara með börnin út fyrir Danmörku þegar um sameiginlegt forræði er að ræða nema maður hafi samþykki hins foreldrisins. En jafnvel þó svo að maður hafi fullt forræði þarf maður samt sem áður að gefa upp dvalarstað sinn. Geri maður það ekki færist forræðið sjálfvirkt yfir á hitt foreldrið. Ég þekki dæmi um fólk sem hefur einfaldlega farið í frí með börnin sín og þegar það kemur til baka hefur það misst forræðið því hitt foreldrið hefur ákveðið að nýta tækifærið,“ segir konan. „Í slíkum tilvikum gildir dönsk yfirvöld einu hvort foreldrið er hæfara til að sinna börnunum.“

Handtekin í heimsókn á sjúkrahúsið

Viðmælandi mbl.is þekkir ótal fleiri áþekk dæmi. Hún segir algengt að konur reyni að vernda börn sín með því að flýja með þau til fjarlægra landa en að það geti svo komið í bakið á þeim, snúi þær aftur til Danmerkur.

Hún nefnir dæmi um danska konu innan stuðningsnetsins. Sonur konunnar hefur margoft greint móður sinni frá kynferðislegu ofbeldi af hálfu föður síns að sögn viðmælanda mbl.is. Aðrar barnsmæður mannsins hafa svipaða sögu að segja af sínum börnum en þrátt fyrir það þykja sönnunargögnin ekki næg til að koma í veg fyrir umgengnisrétt mannsins.

 „Hún flúði því til Egyptalands, því næst til Kína, þaðan til Englands og svo loksins til Danmerkur þar sem mæðginin bjuggu í eitt ár í leyni í sumarbústað vinkonu hennar. Að lokum var hún handtekin þegar hún heimsótti krabbameinssjúka móður sína á sjúkrahúsið,“ segir viðmælandi mbl.is.

Þar sem barnsfaðir konunnar er á áttræðisaldri getur hann ekki séð um drenginn. Syninum var því komið fyrir á barnaheimili þegar móðir hans var sett í fangelsi. Það var fyrst þá sem konan komst að því að hún hafði misst forræði yfir drengnum að sögn viðmælanda mbl.is. Konan var í raun ekki að fela sig frá réttvísinni, heldur frá manninum sem hún taldi hafa misnotað son hennar, enda hafði hún fullt forræði þegar hún fór úr landi. Þar sem hún gaf manninum ekki upp dvalarstað sinn gat hann hinsvegar látið lýsa eftir drengnum og þannig svipt hana sjálfvirkt forræði, jafnvel þó svo að hann hygðist ekki taka forræði sjálfur. Mæðginin voru aðskilin árið 2012 og drengurinn býr enn á barnaheimili. Hann má ekki búa hjá móður sinni vegna þess að hún nam hann á brott, þrátt fyrir að hún beri því við að það hafi verið til að vernda hann.

Draumalandið Færeyjar

Dönsku lögin fela einnig í sér að allur ferðakostnaður fyrir barnið til og frá foreldri með umgengnisrétt fellur á forsjárforeldrið sem getur reynst ansi dýrt.

Þessu er öfugt farið í Færeyjum og það er einmitt ástæðan fyrir því að svo margar konur flýja þangað. Sá tími sem foreldri með umgengnisrétt fær í Færeyjum er yfirleitt minni en í Danmörku auk þess sem umgengnisforeldri þarf sjálft að greiða þann ferðakostnað sem hlýst af umgengni við barnið. Þess má geta að samkvæmt íslenskum lögum fellur ferðakostnaður einnig á umgengnisforeldrið.

Flytji danskt forræðisforeldri með barn sitt til Færeyja þarf viðkomandi vissulega að láta umgengnisforeldrið vita hvar barnið er niðurkomið, eins og áður hefur komið fram, þó að raunar þurfi ekki að gefa upp nákvæmt heimilisfang heldur einungis svæði. Hinsvegar er það látið alfarið í hendur umgengnisforeldrisins að bera sig eftir björginni. Því getur fylgt nokkur kostnaður og umstang enda þarf foreldrið að taka sér frí frá vinnu, kaupa sér flug eða siglingu til og frá Færeyjum og leigja vistarverur sem eru barninu bjóðandi á meðan á heimsókninni stendur. Einnig gæti foreldrið sótt barnið til Færeyja og skilað því svo aftur en fyrir eins stuttan tíma og umgengnisrétturinn nær tekur því yfirleitt ekki, eða raunar hinu fyrirkomulaginu heldur.

„Færeyjar eru draumur fyrir margar okkar. Áður en við uppgötvuðum löggjöfina í Færeyjum fóru konur til Kína, Suður-Ameríku og Afríku. Tilhugsunin um að geta búið í friði svo nálægt heimaslóðum, þar sem maður skilur málið fær félagslegan stuðning og vinnu gerir Færeyjar mjög aðlaðandi,“ segir konan.

Hún segir félagslegan stuðning sérstaklega mikilvægan þar sem mörg fórnarlömb heimilisofbeldis þjáist af áfallastreituröskun og þurfi tíma til að vinna úr henni þegar komið er á nýjan stað. Í umfjöllun Dimmalætting er vísað í könnun Syddansk Háskóla „Barnet som gidsel – stalking af mødre“ sem sýndi fram á að 77% þeirra kvenna sem hafa þurft að glíma við dönsku forræðislögin fengu áfallastreituröskun í kjölfarið. Bendir Dimmalætting á að til samanburðar hafi 68% hermanna sem tóku þátt í Víetnamstríðinu þjást af sömu röskun.

Viðmælandi mbl.is segir þetta færeyska fyrirkomulagið einnig koma í veg fyrir að siðblindir foreldrar geti nýtt sér umgengnisrétt sinn til að ná sér niður á forræðisforeldrinu. Hún nefnir dæmi frá Danmörku um konu sem neyðist til að taka rútu í fjóra klukkutíma með barn sitt að heimili föður þrátt fyrir að heimili hennar sé staðsett við hliðina á vinnustað föðurins því hann neitar að sækja barnið fyrir samverustundir þeirra undir lok vinnudag hans.

„Á Færeyjum eru líka ofbeldisfullir feður sem fá umgengnisrétt en þeir hafa í það minnsta ekki tækifæri til þess að áreita konurnar vegna ferðakostnaðar,“ segir hún.

Karlréttindafélag skipað ofbeldismönnum

Konan segir forræðislögin í Færeyjum gera það að verkum að oft hallar nokkuð á það foreldri sem ekki hefur forræði sem sé að sjálfsögðu heldur ekki æskilegt. Hinsvegar muni Færeyjar fara úr öskunni í eldinn með því að taka upp dönsku lögin að óbreyttu.

„Yfirvöld í Danmörku eru svo upptekin af rétti feðranna að þau gleyma rétti barnanna. Minni lönd eins og Ísland og Færeyjar eru gjörn á að éta upp lög eftir hinum löndunum á Norðurlöndunum en mér finnst að Færeyjar og Ísland eigi sjálf að setjast niður og finna sínar eigin leiðir.“

 Eins segir hún mikilvægt að karlréttindahreyfingunni hér á landi verði send skýr skilaboð áður en hún verður eins stór og umfangsmikil og Foreningen Far í Danmörku. Sú er gríðarlega umfangsmikil og inniheldur menn frá öllum löndum á Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi.

„Foreningen Far er orðinn öflugur þrýstihópur. Stjórn félagsins er skipuð mönnum sem ofsækja fyrrverandi maka sína á sama tíma og þeir tala stjórnmálamenn inn á að styðja málstað þeirra,“ segir konan og bætir við að hreyfingin afvegaleiði góða menn. Hún segir þó vonarblikur á lofti þar sem menn sem áður tóku þátt í Foreningen Far stíga nú fram í auknum mæli og tjá sig um hvernig félagið elur á ágreiningi.

„Auðvitað eru líka menn sem verða fyrir ofbeldi og eiga konur sem eru fíklar eða siðblindar, sumir þurfa jafnvel að líða fyrir það að fyrrverandi maki þeirra hafi upplifað ofbeldi af hálfu föður síns og yfirfæri það á barnsföðurinn. Þessum mönnum eru hinsvegar gefin slæm ráð af þeim sem stjórna karlréttindahreyfingunni. Þeir hvetja alltaf til átaka frekar en þess að sáttaleiðin sé farin. Þetta eru ofbeldismenn, þeir elska að slást.“

Ísland hefur hetjustimpil

Eitt þekktasta forræðismál seinni tíma hér á landi er fyrrnefnt mál íslensku móðurinnar og þriggja dætra hennar. Eftir að konan var dæmd í fangelsi af dönskum dómstólum var hún framseld til Íslands til að afplána dóm sinn. Barnsfaðir hennar fór fram á að dætur þeirra yrðu sendar aftur til Danmerkur þar sem hann fengi forræði en Hæstiréttur Íslands hafnaði þeirri kröfu í júlí á síðasta ári og fékk fjölskylda móðurinnar forræðið.

Viðmælandi mbl.is segir það að velferð barnanna hafi verið tryggð með þeim hætti vera mikinn sigur. „Meðal þolenda heimilisofbeldis hefur Ísland fengið á sig hetjustimpil fyrir að passa móðurina og börnin hennar.“

„Ísland gæti verið sami draumur og Færeyjar eru fyrir mæður,“ segir hún. „En okkur berast þó reglulega sögur til eyrna sem gefa til kynna að margir glími við svipuð vandamál hér og í Danmörku, og það er áhyggjuefni.“

Þórshöfn - Færeyjar -
Þórshöfn - Færeyjar -
Viðmælandi mbl.is segir dönsku forræðislögin taka rétt foreldra fram yfir ...
Viðmælandi mbl.is segir dönsku forræðislögin taka rétt foreldra fram yfir öryggi barnanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Konan segir marga foreldra reyna að forða börnum sínum frá ...
Konan segir marga foreldra reyna að forða börnum sínum frá ofbeldisfullum mökum með því að flýja land. mbl.is/Eyþór Árnason
Íslenska konan sakaði fyrrum maka sinn um að hafa beitt ...
Íslenska konan sakaði fyrrum maka sinn um að hafa beitt börn þeirra ofbeldi. Myndin er sviðsett. mbl.is/ Eggert Jóhannesson
Séð yfir Kaupmannahöfn. Dönsku lögin hafa komið sér illa fyrir ...
Séð yfir Kaupmannahöfn. Dönsku lögin hafa komið sér illa fyrir fjölmarga foreldra, meðal annars Íslendinga.
Áfallastreituröskun er algengur fylgifiskur hverskonar ofbeldis og segist konan hafa ...
Áfallastreituröskun er algengur fylgifiskur hverskonar ofbeldis og segist konan hafa fengið hjálp við henni í Færeyjum. Rax / Ragnar Axelsson
Hæstiréttur ákvað að forræði yfir börnum íslensku konunnar skyldi ekki ...
Hæstiréttur ákvað að forræði yfir börnum íslensku konunnar skyldi ekki falið danska föðurnum. Sverrir Vilhelmsson
Konan segir marga forsvarsmenn karlréttindahreyfingarinnar hafa beitt konur sínar og ...
Konan segir marga forsvarsmenn karlréttindahreyfingarinnar hafa beitt konur sínar og börn andlegu og líkamlegu ofbeldi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gengur ekki til lengdar

13:55 Varðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi var mættur í Reynisfjöru um hálfsjöleytið í morgun til að setja upp nýja borða sem girða af austasta hluta fjörunnar eftir að stór skriða féll þangað úr Reynisfjalli aðfaranótt þriðjudags. Meira »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...