Ákærður fyrir manndráp í Stelkshólum

mbl.is/Júlíus

Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur 29 ára gömlum karlmanni sem grunaður er um að hafa orðið eiginkonu sinni að bana í íbúð þeirra í Stelkshólum í september. Er hann talinn hafa banað henni með því að þrengja að öndunarvegi hennar.

Ákæran var gefin út þann 2. febrúar en ákveðið var að þinghald yrði lokað. Málið er komið á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem það verður tekið fyrir í lok mars.

Aðfaranótt 28. sept­em­ber fékk lög­regla til­kynn­ingu um að 26 ára kona væri lát­in á heim­ili sínu í Stelks­hól­um í Breiðholti. Eig­inmaður kon­unn­ar, sem er 29 ára gam­all, var hand­tek­inn á vett­vangi en strax vaknaði grun­ur um að and­lát kon­unn­ar hefði borið að með sak­næm­um hætti. Börn hjónanna, tveggja og fimm ára, voru heima þegar konan lést en talið er að þau hafi verið sofandi.

Maður­inn var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald en því var fljót­lega breytt í ör­ygg­is­gæslu á rétt­ar­geðdeild Land­spít­al­ans á Kleppi. Hann hafði fyr­ir at­b­urðinn glímt við and­leg veik­indi. Hann er grunaður um að hafa þrengt að önd­un­ar­vegi konu sinn­ar þannig að bani hlaust af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert