Bréfberi blóðbitinn tíu sinnum

„Já, það kemur stundum fyrir að þakklátt fólk býður í …
„Já, það kemur stundum fyrir að þakklátt fólk býður í kaffi,“ segir Sigríður A. Sigurðardóttir sem rölt hefur um bæinn með póst í alls 36 ár. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bréfberi í Bústaðahverfinu í Reykjavík hefur tíu sinnum verið bitinn til blóðs af hundum við útburð.

„Vaxandi hundaeign er hvimleitt vandamál,“ segir Sigríður A. Sigurðardóttir sem borið hefur út póst í hverfinu í áratug. Hún segir að stundum séu hundarnir lausir heima við hús eða lausbundnir og geti þá glefsað í fólk.

Rætt er við Sigríði í umfjöllun um Háaleitis- og Bústaðahverfi í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu í dag. Sagt er frá verkefnum sem kosið er um í íbúakosningunum í borgarhlutanum í dag. Þá er rætt við fjölskyldu sem rekur vinsælan pítsustað í Grímsbæ í Fossvogi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert