Rýma hús vegna snjóflóðahættu

Patreksfjörður
Patreksfjörður © Mats Wibe Lund

Búið er að taka ákvörðun um að rýma reit fjögur á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu.

Veðurstofan hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóða á Patreksfirði og óvissustigi vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum.

Uppfært kl. 14.09

Um er að ræða nokkur íbúðarhús og er nú verið að kanna hvort rýma þurfi fleiri svæði.

Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands hafa fallið nokkur flóð á veg innar í firðinum. „Þetta gerðist mjög fljótt þegar veðrið versnaði,“ segir veðurfræðingur um stöðu mála.

Uppfært kl. 14.39

Snjóflóð féll innanbæjar á Patreksfirði nú á þriðja tímanum og tók það með sér mannlausa bifreið. Flóðið var um 70 metrar á breidd og féll það á milli Urðargötu og Mýra. 

Þrettán hús eru á reit fjögur sem verða þau öll rýmd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert